Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 11
2. febrúar 2023 | | 11 Var/er gosið mikið rætt á þínu æskuheimili eða í kringum þig? Veit ekki hvort ég get sagt mikið en það kom stundum upp í sam- ræðum heima fyrir og í heimsókn- um hjá ömmu og afa og svoleiðis. Hvað varð til þess að þetta var rætt eða ekki? Það var oftast ef það var verið að ræða um gamla tíma eða eitthvað slíkt og þegar við keyrðum fram- hjá hrauninu, skoðuðum gamlar myndir eða rákumst á einhvern hlut sem kom frá eða minnti á þann tíma. Hvernig var/er sú umræða? Hún var alltaf frekar spennandi og fræðandi. Ég fékk að heyra sögur sem maður hafði ekki heyrt áður og svo var mikið um smáatriði sem ég náði oftast að lifa mig inn í söguna og sá hana nánast frá þeirra augum. Var þetta hluti af þínu uppeldi? Já, eins og hjá flestum held ég. Við höfum held ég öll heyrt þetta klassíska “fyrir gos” tal hjá þeim sem upplifðu það. Það er eins og eftir þetta hafi myndast óskrifuð regla að allt sem gerðist og var fyrir gosið þyrfti þá að byrja á að segja “fyrir gos” á undan öllu öðru sem fylgdi í kjölfar þeirra frásagna. Ég er líka svo heppinn með það að eiga góðar ömmur og afa. Ég fer alltaf þangað í hádegismat og oftar en ekki endar það í góðu spjalli og kemur það stundum fyrir að ég fæ að heyra “hetjusögur” frá þeim um þennan atburð. Hvaða áhrif heldur þú að þessir atburðir hafi haft á þær kynslóðir sem á eftir komu? Svo best sem ég veit var lítið um ferðir upp á meginlandið fyrir gos og var það oftar en ekki einu sinni á ári eða svo. Hins vegar eftir gos gerðist það oftar að fólk væri að gera sér ferðir upp á land. Nú til dags getur sumt fólk talið í tugatali á ári hversu oft það er að fara ferðir upp á land í alls kyns tilgangi eins og búðarferðir, lækn- isferðir, keppnisferðir, afslöpp- unarferðir og margt fleira. Eru einhverjir atburðir eða hlutir tengdir þessum atburðum sem þú hefur öðlast nýja sýn á í seinni tíð? Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu mikið fljótlegra hefði verið í dag að vekja alla Vest- mannaeyinga með SMS-skila- boðum heldur en sírenuvæli og gjallarhornum eins og gert var í gosinu. Í dag eru nánast allir með sinn eigin farsíma og er það lítið mál fyrir til dæmis neyðarlínuna eða almannavarnir að senda út neyðarboð í alla farsíma á stóru eða litlu svæði í formi skilaboða með tónum sem vekja alla. Hvað var til þess að þú varðst fyrir þessari uppljómun? Störf mín með Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa opnað augu mín fyrir því hversu auðvelt það er að koma mikilvægum skilaboð- um til almennings með einföldum skilaboðum. Það hefur sést í nýjasta gosinu á Reykjanesskaga þar sem upplýsandi skilaboð komu í símann þinn frá lögreglu um að þú værir að fara aka inn á virkt gossvæði og þetta bæri að varast. Er einhver áhugaverð saga af þér eða þínu fólki tengt gosinu sem þú vildir deila með okkur? Mér er minnisstætt að hafa heyrt það þegar langafi minn hann Magnús kom niður í íbúð ömmu Þóru og afa Arngríms til að láta þau vita að það væri byrjað að gjósa. Þá hafi hann ýtt við afa og sagt að það væri byrjað að gjósa austur á eyju. Nývaknaði afi minn tók því hins vegar þannig að það væri byrjað að gjósa austan við eyjar. Þar sem Surtseyjargosið hafi verið þarna nokkrum árum áður og staðið yfir í langan tíma sneri afi sér einfaldlega yfir á hina hliðina frekar óspenntur og gerði sig líklegan að halda áfram að sofa, þar sem hann hafði nægan tíma til að líta á þetta næstu daga að hann hélt. En amma hins vegar vildi kanna málið, fór í austur- gluggann og sá þá að allur aust- urhimininn logaði, þar með var svefninum endanlega lokið. Eftir þetta söfnuðust saman fjölskyldur ömmu og afa niður á Hásteinsvegi þar sem fólk réði ráðum sínum og beið frekari fregna um næstu skref. Síðan hringdi Rikki sem var skipstjóri á Ásver VE og spurði hvort þau ætluðu sér ekki að koma niður í bát, sem síðan var gert og fluttist fjölskyldan öll saman til Þorlákshafnar með bátnum Ásver. Hvað er það merkilegasta við gosið og eftirmála þess í þínum huga? Það hvað allir sem vöknuðu þessa nótt voru yfir höfuð róleg þegar þau vissu loks hvað var um að vera. Ég hef heyrt margar sögur um að það fyrsta sem fólk gerði var ekki að hlaupa niður á bryggju í einhverju óðagoti heldur var það að hella uppá kaffi eða eitthvað tengt því. Eftir það fór það upp að gosinu að taka myndir eða taka þetta allt inn og síðan labbaði það niður á bryggju og um borð í báta og þaðan burt. Svo líka hvað þetta kom á “réttum tíma” ef einhvern tímann er rétt að gjósa. Nýbúið að vera skítaveður, allur flotinn inni og vindáttin hagstæð þannig að allt sem kom með gosinu fauk ekki yfir bæinn heldur hinum megin við hann og er líklegast ástæðan fyrir því að enn sé byggð hér á eyjunni. Það má segja að það besta sem kom út úr gosinu hafi verið að höfnin hafi sloppið og hafi orðið mun betri eftir gos. Ekki lengur þessi mikli öldugang- ur og stöðugur vindur inn í höfn og að hraunið hafi virkað eins og skjólveggur að einhverju leyti fyrir höfnina. Kynslóðirnar eftir gos // Hvað finnst þeim? Arnar Gauti Egilsson 2003: Fær stundum að heyra hetjusögur frá ömmu og afa Þekkir þú einhvern sem var til í gosinu? Báðar ömmur mínar og afar mínir. Hvað veistu um eldgosið á Heimaey 1973? Að fólk var mjög hrætt og það þurfti að fara í báta og flugvélar til að komast frá Eyjunni. Ég veit að það dó einn maður. Er gosið mikið rætt á þínu heimili eða í kringum þig? Nei Hvað finnst þér merkilegast við gosið? Hvernig flestir komust upp á land. Sandra Dröfn Frostadóttir 2013 Merkilegast að flestir komust upp á land nýjum stað á Höfðaveginum og þar stendur enn eldhúsinnréttingin sem að þau náðu að bjarga úr Austurhlíðinni . Fríða sagði mér líka að hún hafi verið búin að setja niður páskalilju lauka sem fóru að gæjast upp um miðjan janúar fyrir gos. Það er auðvitað mjög óvenju- legur tími en þá hefur verið orðinn svona mikill hiti í jörðinni. Það var svo sama hvað það fór mikill vikur yfir garðinn, alltaf gægðust páskaliljurnar aftur upp – ótrúlegt hvernig náttúran er. Hvað er það merkilegast við gosið og eftirmála þess í þínum huga? Hvernig ótrúlegar björgunarað- gerðir heimamanna og hreinsunar- störf gengu. Það virðist sem að það hafi aldrei hvarlað að neinum að gefast upp í þessari miklu baráttu við náttúruöflin. Ég er að minnsta kosti þakklát þessum duglegu mönnum og konum sem að lögðu allt kapp á að byggja upp hér aftur og viðhalda byggð. Það er þeim að þakka að ég get búið hér í dag og alið upp börnin mín í þessu yndislega samfélagi umvafin fallegri náttúru.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.