Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 4
4 | | 2. febrúar 2023 Eyjamaðurinn í Idolinu E Y J A M A Ð U R I N N G U Ð J Ó N S M Á R I S M Á R A S O N Eyjapeyinn Guðjón Smári Smárason hefur heldur betur slegið í gegn í Idolinu sem hóf göngu sína á Stöð 2 núna í haust. Guðjón Smári var í hópi þeirra fimm sem eftir voru síðastliðinn föstudag. Þá var kvikmyndaþema en Guðjón Smári tók lagið You Know My Name úr Bond-myndinni Casino Royal. Guðjón Smári lenti í tveimur neðstu sætun- um og varð að lokum að lúta í lægra haldi og er því fimmta sæti niðurstaðan fyrir þennan hæfileikaríka Eyjapeyja. Fullt nafn: Guðjón Smári Smárason, Fjölskylda: Móðir mín heitir Sigurlína Guðjónsdóttir og faðir minn heitir Smári Kristinn Smára- son. Systur mínar heita Sigríður Margrét Sævarsdóttir og Bjartey Ósk Smáradóttir og bræður mínir heita Aron Kristinn Smárason og Gunnar Bjarki. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Ég hef búið í flestum húsum Vestmannaeyja, svo bjó ég um stund í Grafarvoginum, Kópavogi, Breiðholti en bý núna í miðbæ Reykjavíkur. Þegar ég var 19 ára flutti ég sem skiptinemi til Svíþjóðar í 6 mánuði í skólanum Osterbyskol. Mottó: „I have a licence to chill“, „Þetta reddast“ og „Kötturinn sekkur ekki í bakkgír“ Síðasta hámhorfið: Síðasta hámhorfið sem ég tók var á vaktaseríunum, Nætur-, Dag- og Fangavaktin. Uppáhalds hlaðvarp? Uppáhalds hlaðvarpið mitt er hlaðvarpið Alvarleikinn sem er einmitt hlað- varp eftir Eyjamennina Axel Frey og Brynjar Inga. Aðaláhugamál: Áhugamál mín eru að spila tölvuleiki og “chilla”. Einnig finnst mér gaman að borða og að vinna. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Á hverjum degi drekk ég gríðar- legt magn af koffeini, ef ég myndi prufa að vera án þess þá væri voðinn vís. Hvað óttast þú mest: Ég óttast mest dauðleika mannsins sem er hræðsla sem við tökumst öll við á einum punkti eða öðrum. Þegar ég hugsa um hvernig dauðinn nálgast mann nær og nær með hverjum deginum fyllist ég ekki bara af hræðslu heldur líka angist. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Lög með miklu væli koma mér í mjög gott skap, tónlista- smekkurinn minn er mikið af væmnum lögum og því væmnara því betra. Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið: Ég myndi segja sjálfum mér að taka lífinu ekki svona alvarlega. Hvað er velgengni fyrir þér: Fyrir mér er velgengni það að geta sýnt fram á bætingar og þroska. Hvenær byrjaðir þú að syngja fyrir aðra? Ég byrjaði í raun að syngja fyrir aðra á fylleríum í karaoki. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt í IDOL? Tveir vinir mínir Mikael Björn og Mímir Há- kon ýttu mér harkalega að mæta í prufurnar og varð ég við því og ekki er erfitt að plata athyglissjúk- an mann eins og mig í slíkt flipp. Einnig þorði ég ekki annað en að taka þátt því ég vildi ekki sjá eftir því að hafa ekki farið. Er fólk farið að þekkja þig úti á götu? Af og til er ég stoppaður í búðum og í sundi en þegar ég fer á djammið er mikið verið að pota í mann og spjalla. Sérðu fyrir þér að halda áfram í tónlist? Ég ætla mér alltaf að syngja og tralla og aldrei að vita nema skemmtileg vælulög séu á leiðinni. Hvernig hefur þessi upplifun ver- ið? Upplifunin hefur verið sjúk- lega skemmtileg, ég hélt að þetta yrði svona B-útgáfa af Ameríska Idolinu sem þetta var nefnilega ekki. Þvílíka batteríið í kringum þetta, endalausir fundir og æfingar og ljósashow og svaka svaka. Er eitthvað sem kom þér á óvart? Það sem kom mér einmitt á óvart var umfangið á þessu öllu saman og einnig kom mér á óvart hvað fólk var að taka vel í það sem ég var að gera. Ég var bara að mæta til að skemmta mér og bulla en svo fékk ég svo sjúklega mikinn stuðning sem ég bara bjóst ekki við. Hvernig velur þú hvaða lag þú tekur í hvert sinn? Í hverri viku gleymdi ég að velja lag sem end- aði á að það var hringt í mig og sagt mér að velja lag sem endaði oftast á að ég valdi bara síðasta lag sem ég var að hlusta á og náði bara að troða því inn í þema vikunnar. Hefði átt að leggja meiri metnað í lagaval svona eftir á að hyggja. Eitthvað að lokum? Að lok- um vill ég þakka öllu eyjafólki kærlega fyrir allan stuðninginn yfir ferlið og bið að heilsa öllum sætum goons í von um Netflix og chill að nýju ári. Með kærri kveðju Johnny Money. Guðjón Smári Smárason „Jú, þetta gekk mjög vel og var mjög skemmtilegt. Þau eru 50 nemendur í 10. bekk og ég held þau hafi verið 48 sem voru með,“ sagði Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri Grunnskólans um það framtak krakkanna í 10. bekk að lesa upp fréttir og viðtöl sem Ríkisútvarp- ið sendi út 23. janúar 1973 þegar gos hófst á Heimaey. Lesturinn var á heila og hálfa tímanum, í um tíu mínútur í hvert skipti og byrjaði klukkan hálf tvö um nóttina og stóð til kl. 19:00. Lesturinn var í Eldheim- um og var hann í beinu streymi. Þær Birna Dís Sigurðardóttir og Alexandra Ósk Viktorsdóttir voru tvær af þeim fjölmörgu nemendum sem tóku þátt í upp- lestrinum og voru þær sammála um að þetta hegði heppnast mjög vel. ,,Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og við lærðum fullt af þessu. Meðal annars hvað fólk var rólegt þegar það gerðist og hvað margir voru tilbúnir til þess að hjálpa Eyjamönnum,” sagði Birna Dís og bætti við að sér hafi komið hva mest á óvart hvað fólk kom fljótt aftur til Eyja. Alexandra Ósk hafði sömu sögu að segja, sér fannst ver- kefnið mjög skemmtilegt og hafi hún gang og gaman af að fræðast meira um gosið. ,,Þetta fræddi okkur enn meira og æfði okkur einnig mikið í að lesa upp. Það sem kom mér mest á óvart var hvað fólk náði að halda ró sinni í svona rosalegum aðstæð- um,” sagði Alexandra Ósk. Lásu upp fréttir og viðtöl frá fyrstu stundum gossins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.