Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 10
10 | | 2. febrúar 2023 Var/er gosið mikið rætt á þínu æskuheimili eða í kringum þig? Gosið var/er reglulega rætt á mínu æskuheimili. Aðallega í kringum upphafsdag gossins og goslok. Einnig ef fréttir af gosi annars staðar komu þá fékk maður oft að heyra sögur frá gosinu. Hvað varð til þess að þetta var rætt eða ekki? Það þurfti oft ekki mikið til að þetta kæmi til tals. Mér og systrum mínum fannst þetta mjög merkilegt og vorum oft að spyrja mömmu og pabba eða ömmu og afa hvar þau hefðu verið, hvernig þau hafi farið uppá land og með hverjum. Hvar þau hafi gist og farið í skóla eða fengið vinnu, af hverju þau hafi komið aftur og fleira. Hvernig var/er sú umræða? Umræðan var/er yfirleitt mjög jákvæð sérstaklega þegar maður var yngri. Þegar maður varð eldri fékk maður að heyra sögur um hvað þetta hafi verið hræðilegt. Þurfa að rífa sig upp um miðja nótt og fara frá öllu sínu. Búa á 15 stöðum á einu ári og yfirleitt í húsnæði sem var ófullgert. Var þetta hluti af þínu uppeldi? Já klárlega. Hvaða áhrif heldur þú að þessir atburðir hafi haft á þær kynslóðir sem á eftir komu? Samstaða, samhugur, vilji og æðruleysi sem kynslóðirnar sem á eftir koma geta lært af þeim sem upplifðu gosið. Eru einhverjir atburðir eða hlutir tengdir þessum atburðum sem þú hefur öðlast nýja sýn á í seinni tíð? Já hvað þetta hefur verið hræðileg lífsreynsla. Virðist versna eftir því sem lengra líður. Hvað var til þess að þú varðst fyrir þessari uppljómun? Frekari samtöl við foreldra mína. Er einhver áhugaverð saga af þér eða þínu fólki tengt gosinu sem þú vildir deila með okkur? Pabbi og afi fóru með Esjunni til Eyja að ná í dót. Voru búnir að vera vakandi í rúma 2 sólarhringa þegar aftur var farið í Esjuna til baka. Þeir voru orðnir mjög þreyttir og voru að leita sér að plássi til að sofa. Það eina sem var laust var merkt stýrimanninum. Þeir létu sig hafa það og lögðust þar en voru viðbúnir því að hann kæmi og ræki þá burt. Hann hafði komið en ákvað að finna sér annan stað til að leggjast og leyfði þeim að sofa. Þetta finnst mér sýna samhuginn sem var í fólki. Hvað er það merkilegasta við gosið og eftirmála þess í þínum huga? Það er af mörgu að taka en merki- legast finnst mér að allir hafi kom- ist í burtu og að allur flotinn hafi verið í landi. Móttökurnar sem Eyjamenn fengu á meginlandinu og víðar. Húsnæði, atvinna og skólamál. Einnig hvað hreinsunar- starf gekk vel ásamt uppbyggingu. Var gosið mikið rætt á þínu æskuheimili eða í kringum þig og hvernig var sú umræða? Já alveg klárlega. Foreldrar mínir flytja hingað fyrst 1985- 1986 til að vinna á sjúkrahúsinu, svo okkar fjölskylda hefur ekki beina upplifun úr gosinu heldur frekar þá reynslu að flytja hingað frekar stuttu eftir þessa atburði. Á þessum tíma var enn þá mikið um vikur og þau muna bæði vel eftir að það voru alltaf að koma hingað flugvélar að strá áburði yfir allt. Þau flytja svo til Svíþjóðar þar sem pabbi fer í sérnám og koma hingað aftur 1990. Þegar þau voru að segja vinum sínum þarna úti að þau ætluðu að flytja til Vest- mannaeyja með þrjá litla drengi, aðeins 17 árum eftir að þar varð stórt eldgos áttu þau ekki orð, þetta passaði nú ekki við sænska öryggið. Þau kaupa svo hús á Helgafellsbrautinni sem hafði verið með vikur upp að svölum og verða strax mjög forvitin um hvernig þetta var allt saman. Þau töluðu mikið um þetta við okkur krakkana en þar sem þau upplifðu þetta auðvitað ekki persónulega þá var umræðan meira á fræðslu og áhuganótunum heldur en að hafa verið erfið eða sorgleg. Var þetta hluti af þínu uppeldi? Búandi við hraunjaðarinn og að alast upp í þessu samfélagi verður þetta sjálfkrafa hluti af uppeldi manns. Í skólanum vorum við reglulega að gera verkefni tengd gosinu, löbbuðum á Eldfell að gróðursetja tré og svo tókum við fjölskyldan alltaf þátt í öllum minningarathöfnum tengdum gosbyrjun eða goslokum. Hvaða áhrif heldur þú að þessir atburðir hafi haft á þær kynslóðir sem á eftir komu? Ég hugsa að þetta hafi haft gríðar- leg áhrif á komandi kynslóðir, bæði meðvitað og ómeðvitað. Ég held að svona stór áföll erfist milli kynslóða og að þetta muni alltaf sitja í Eyjamönnum að einhverju leyti. Miðað við það sem maður heyrir hefði þurft mun meiri áfallahjálp og úrvinnslu fyrir Vestmannaeyinga sem að upplifðu gosið. En dugnaðurinn og eljan er líka eitthvað sem að yngri kyn- slóðir sjá og líta upp til og erfist líka áfram. Eru einhverjir atburðir tengdir þessum atburðum sem þú hefur öðlast nýja sýn á í seinni tíð? Eftir að ég varð móðir og keypti mér sjálf hús í austurbænum hef ég vissulega hugsað aðeins öðruvísi til þessara atburða. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið að vera foreldri með lítil börn í þessum aðstæðum og hvað þá að missa húsið sitt og aleiguna. Ég hef einnig mikið hugsað um þessa atburði í tengsl- um við starf mitt sem hjúkrunar- fræðingur á sjúkradeildinni. Við ræðum stundum saman á vaktinni um hvernig það skildi hafa verið að vinna á sjúkrahúsinu þessa örlagaríku gosnótt, þegar að Sól- veig hjúkrunarkona og Einar Val- ur læknir stóðu vaktina á gamla sjúkrahúsinu og sáu sprunguna opnast. Það er mjög fróðlegt að heyra sögur frá þessum sem eldri eru frá þessum tímum og í rauninni alveg magnað að hlusta á hvað allt gekk smurt fyrir sig. Ég viðurkenni alveg að þegar ég er á næturvöktum með fulla deild af veikum sjúklingum stend ég stundum fyrir framan gluggann og horfi á Helgafell og hugsa með mér hvernig í ósköpunum maður myndi tækla það ef þetta myndi nú gerast í dag. Ég ber mikla virðingu fyrir því öfluga fólki sem vann á sjúkrahúsinu þegar að gosið hófst. Er einhver áhugaverð saga af þínu fólki tengt gosinu sem þú vildir deilda með okkur? Eins og fyrr segir fluttu foreldrar mínir ekki hingað fyrr en eftir gos svo við eigum enga persónulega reynslu af þessum atburðum. En maðurinn minn, Bragi Magnús- son, á bæði móður- og föðurfjöl- skyldu sem upplifðu gosið og það er magnað að hlusta á sögurnar þeirra. Mér þykir sérstaklega átakanlegt þegar að amma hans og afi, Fríða og Siggi, lýsa því að þau voru nýbúin að byggja sér stórt einbýlishús á Austurhlíð 1 og bara búa þar í rúmt ár þegar að gosið hófst. Þau sjá svo mynd af húsinu sínu vera að fara undir hraun á forsíðu Morgunblaðsins þann 1. mars sama ár, en það var einmitt á afmælisdaginn hans Sigga. Þau létu þó engan bilbug á sér finna og fluttu hingað aftur sumarið 1974 og byggðu alveg eins hús á Kynslóðirnar eftir gos // Hvað finnst þeim? Bjarni Rúnar Einarsson 1983: Samstaða, samhugur, vilji og æðruleysi er eitthvað sem við getum lært Ragnheiður Perla Hjaltadóttir 1993: Ég held að svona stór áföll erfist milli kynslóða

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.