Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 8
8 | | 2. febrúar 2023 Það var gaman á þorrablóti sem Vinnslustöðin hélt fyrrum starfs- fólki sínu á fimmtudaginn síðasta. Blótið var haldið í glæsilegri starfsmannaaðstöðu félagsins þar sem þorramatur að hætti Einsa kalda var fram borinn. Þetta er í fjórða skiptið sem þetta er gert og voru gestir ánægðir að fá þetta tækifæri til sýna sig og sjá aðra. Rifja upp gömlu tímana í Vinnslustöðinni, sem á sér langa sögu og hefur á síðustu 30 árum vaxið í að verða eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum í landinu og ein af aðalstoðum atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Binni, Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson framkvæmdastjóri sagði sérstakt tilefni til að fagna núna því síðasta ár væri eitt það besta í sögu félagsins, bæði í magni og verðmæti afurða. Þá styttist í að gengið verði frá kaupum Vinnslu- stöðvarinnar á Ós útgerð sem á og gerir út Þórunni Sveinsdóttur og Leo Seafood sem eflir félagið enn frekar. Vatnið gjörnýtt Ívar Atlason, svæðisstjóri vatns- svið HS Veitna í Eyjum rakti sögu vatns í Vestmannaeyjum í mjög athyglisverðum fyrirlestri um vatn og vatnsleysi fram til ársins 1968 þegar lögð var vatnsleiðsla frá landi til Eyja. Merkileg saga og hluti af sögu Vestmannaeyja sem framan af liðu fyrir skort á vatni. Ívar tók sem dæmi söguna af vertíðarmanninum sem leigði hjá fjögurra manna fjölskyldu. Þá var farið í bað einu sinni í viku, á laugardögum. Vatni var hellt í bala og fékk gesturinn að vera fyrstur. Næst kom húsbóndinn, svo börnin og þar næst konan. Að því loknu var þvottur lagður í bleyti, allt í sama vatninu. Friðbjörn Valtýsson sagði sögur frá gostímanum 1973 og há- punkturinn var slagsmál á Hótel Loftleiðum þar sem Eyjafólk sem bjó í starfsmannabúðum í Straumsvík var mætt til að skemmta sér. Þegar einn gesta byrjaði að úthúða okkar fólki eftir að hafa fengið neitun um dans frá einni Eyjadömunni. Þá var djöfullinn laus. Karlar og konur slógust þar til lögreglan kom og skakkaði leikinn. Að loknu þorrablóti gengu allir sáttir heim, ánægðir með framtakið og að vera enn inni í myndinni hjá Vinnslustöðinni að starfi loknu. Mundu mig og ég man þig Sverrir, Binni, Þór og Kolla voru ánægð með þorrablótið. Óli, Óskar og Siggi eiga að baki áratugastarf í bræðslunni. Halla, Kristín, Selma og Magnea skemmtu sér vel.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.