Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 17
2. febrúar 2023 | | 17 Ráðgert hafði verið, að um 80 bátar yrðu gerðir út frá Eyjum á vetrarvertíðinni 1973. Í öllu því umróti, sem eldgosið olli, jafnt hjá útgerðarmönnum sem öðrum, urðu þeir nokkru færri og voru 62 Vestmannaeyjabátar gerðir út. Ljóst er að tjónið er mikið og því lýsir Einar ríki Sigurðsson í viðtali við Vísi, miðvikudaginn 25. apríl 1973. Ætli þá hafi í fyrsta skipti verið nefndur milljarður í krónum talið. Í fyrirsögn og undirfyrirsögn segir: Einar ríki milljarði fátækari „Það hafa margir misst mikið í Vestmannaeyjum. Enginn hefur þó sennilega misst nein viðlíka verðmæti og Einar ríki Sigurðs- son,“ segir í viðtali við Einar í Vísi 25. apríl 1973. Áætlar hann lauslega, að fiskvinnslustöðvar hans hafi verið um 700 milljón króna virði. ,,En þess ber að gæta, að hratt flýgur stund, svo að þær gætu líka kostað milljarð, því að nú tala allir um milljarð,“ segir hann í viðtalinu. Hraðfrystistöðin flutti sig um set og byggði nýtt frystihús við Friðarhöfn sem í dag er eitt það glæsilegasta á landinu. FES-ið reis úr öskustónni í þess orðs fyllstu merkingu og er fiskimjöls- og lýsisverksmiðja sem stenst allar nútímakröfur. Á vertíðinni ár verður tekið í notkun nýtt hrogna- vinnsluhús og er kostnaður við það hátt í þrír milljarðar. Heim á ný Stuttu eftir að gosið í Eyjum hófst keypti Ísfélagið hraðfrystihús Júpiters og Mars á Kirkjusandi. „Þetta gerðum við vegna þeirra aðstæðna sem urðu í Eyjum er gosið byrjaði. Við álitum nauðsynlegt að halda félagsskap- inn og um leið að þjóna þeim bátum, sem hafa haft viðskipti við fyrirtækið mörg undanfarin ár, sagði Björn Guðmundsson, stjórnarformaður fyrirtækisins í viðtali við Morgunblaðið áttunda júlí 1973. „Strax og nokkur tök eru á förum við til Eyja aftur og hefja þann atvinnurekstur sem þar var á vegum Ísfélagsins,“ segir Björn. Á stjórnarfundi 13. september er samþykkt að félagið fari sjálft út í útgerð, sem er nýmæli í 72 ára sögu. Fiskmóttaka byggð í Þorlákshöfn. Ákveðið að hraða uppbyggingu í Eyjum að loknu gosi. Sigla jákvætt Öll él birta upp um síðir eins og kemur fram í viðtali Árna Johnsen við Sigurð Einarsson forstjóra Hraðfrystistöðvarnnar í apríl 1981. Fyrirsögnin er; Að sigla jákvætt og eignast fáa óvini. „Í aflahrotunni fyrir páska brá Sigurður sér í næturvinnu og var falið það hlutverk að koma þorskinum úr stíum inn á færi- böndin. Fjölmargir Eyjamenn sem að öllu jöfnu vinna við annað en fiskvinnslu lögðu einnig hönd á plóginn í hrotunni, bankamenn, rafvirkjar og fleiri og fleiri, hreint eins og í gamla daga þegar vertíðar- stemmningin var í algleym- ingi,“ segir í viðtalinu. Sigurður tók við rekstrin- um örlaga árið 1973 rétt tvítugur. Um hann segir Árni; „Sigurð- ur Einarsson forstjóri í Vestmannaeyj- um er þrítugur að aldri, hann hefur byggt upp Hraðfrystistöð Vestmannaeyja að segja má upp úr ösku eftir eldgos því gamla stöðin fór undir hraun. Hann rekur fiskverkunarstöð og fiskimjölsverksmiðju, og gerir út fimm aflaskip frá Eyjum sem öll bera Eyjanöfn, Heimaey, Surtsey, Suðurey, Bjarnarey og Álsey. Á fastalandinu er Sigurður aðili að Hraðfrystistöð Reykjavíkur og togaranum Sigurði. Þessi fyrirtæki í Eyjum og Reykjavík eru í eigu 10 systkina sem eru börn Einars Sigurðssonar ríka. Sigurður er langstærsti aðili á landinu í frystingu loðnuhrogna og í fyrir- tækjum hans í Eyjum vinna um 150 manns. Það er gott dæmi um kappið í þessum unga athafnamanni að þegar allir koppar og kirnur Hrað- frystistöðvarinnar voru orðnir kúffullir á loðnuvertíðinni þá velti hann því fyrir sér í gamni og alvöru hvort hann ætti að nappa pottunum úr eldhúsi Guðbjargar konu sinnar. Sigurður er sonur Einars ríka og það má með sanni segja að eplið hefur ekki fallið langt frá eikinni í athafnasemi og stórhug, en Sigurður vinnur með traustu og dugmiklu starfsfólki og það er samtaka lið sem vinnur í Hraðinu. Sigurður er vakandi og sofandi í starfinu og sífellt á útkíkkinu til þess að fylgjast meö og taka þátt í eilífðarsinfóníu sjávarútvegs- ins. Hann er á ferli í stöðinni, á bryggjunum og það er hans líf og yndi að vera í takt við athafna- lífið.“ Uppstokkun í janúar 1992 Í janúar 1992 varð mikil uppstokkun í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum þegar Ísfé- lag, Hraðfrystistöðin og Berg- ur-Huginn sameinuðust undir nafni Ísfélagsins og Fiskiðjan og Vinnslustöðin og tengd fyrirtæki urðu Vinnslustöð Vestmannaeyja. Bergur – Huginn dró sig út úr samstarfinu en þarna var lagður grunnur að öflugri stöðu Vest- mannaeyja í sjávarútvegi. Ísfé- lagið rekur frystihús og bræðslur í Vestmannaeyjum og Þórshöfn og er nú að sameinast Ramma í Fjallabyggð. Þannig að áfram er haldið.Á spjalli í brúnni. Hörður Jónsson, skipstjóri, Garðar Ásbjörnsson, útgerðarstjóri og Sigurður Einarsson sem tók við rekstri Hraðfrystistöðvarinnar í Vestmannaeyjum strax eftir gos. Mynd, Sigurgeir Jónasson. Einar Sigurðsson, var einn mesti athafnamaður landsins á síðustu öld. Mynd Kjartan Guðmundsson. ” Ráðgert hafði verið, að um 80 bátar yrðu gerðir út frá Eyjum á vetrarvertíðinni 1973. Í öllu því umróti, sem eldgosið olli, jafnt hjá útgerðarmönnum sem öðrum, urðu þeir nokkru færri og voru 62 Vestmannaeyjabátar gerðir út.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.