Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 18
18 | | 2. febrúar 2023 Það er alla jafna gaman þar sem Eyjamenn koma saman og óhætt er að segja að það hafi átt vel við í Eldborgarsal Hörpu í lok janúar þegar árlegir Eyjatónleikar fóru fram. Tónleikana sem haldnir voru í tólfta skiptið í Eldborgarsal í þetta skiptið undir yfirskriftinni „Eyjanótt“. Það var ljóst öllum þeim sem sótt og fylgst hafa með þessum tónleikum í gegnum tíðina að við- burðurinn í ár var með veglegra móti. Fyrir utan hið hefðbundna húsband sem alla jafna er skipað tónlistarmönnum í fremstu röð mátti finna strengja- og blásturs- sveit sem settu sinn svip á tónleik- ana. Þá var auka slagverksleikari sem skilaði skemmtilegum hljóðheimi til áhorfenda. Þeir flytjendur sem fram komu voru að vanda úr fremstu röð en í ár mátti finna stærri hóp af höfundum og flytjendum þekktra þjóðhátíðar- laga í gegnum tíðina en oft áður. Ástæðuna fyrir veglegri viðburði í ár má rekja til þeirra tímamóta sem Eyjamenn minnast um þessar mundir og báru tónleik- arnir þess merki. Skemmtilegum myndbandsstiklum sem tengdust eldsumbrotunum á Heimaey var blandað við tónlistina og jók þannig áhrifamátt hennar. Það er ekki hægt að telja upp þá sem fram komu án þess að minnast á kórana okkar en bæði Karla- og Kvennakór Vestmannaeyja komu fram í fjölda atriða og þóttu standa sig með prýði. Góður rómur var gerður af tónleikunum og var ekki annað að heyra á gestum að vel hafi tekist til þetta árið. Á meðal tónleikagesta var Elísa Reid, forsetafrú en hún var í samtali við Eyjafréttir ánægð með það sem fyrir augu og eyru bar. „Ég naut tónleikanna mjög. Þótt ég hafi reyndar ekki þekkt öll þessi sígildu Eyjalög fyrirfram, þá var endurnærandi að finna gleðina og stemninguna sem lá í loftinu i Hörpu.“ Alltaf jafn gaman Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir hafa staðið á bakvið tónleikana öll þessi ár. Daddi eins og hann er alla jafna kallaður sagðist vera í skýjunum með það hvernig til tókst. „Við Guðrún mín erum himinlifandi með allar viðtök- ur og ganginn á tónleikunum sjálfum.“ Aðspurður segir hann þetta alltaf vera jafn gaman. „Já, stórt JÁ, þetta er alltaf jafn gaman. Þetta er mikið verkefni og flóknara þegar komið er út í streymi og annað. Það eru líka forréttindi að fá að vinna með öllu þessu æðislega fólki. Gleðin og ánægjan skín úr andlitum fólks og í ár fannst okkur óendanlega vænt um að fá kórana úr Eyjum með okkur, sem lyftu þessu upp og brosin á andlitum þeirra sáust frá Hveravöllum.“ Þeir bestu frá upphafi? Daddi segir viðbrögð tón- leikagesta verið með besta móti. „Við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð, eiginlega þau bestu frá upphafi og þó höfum við alltaf fengið mikið hrós. Margir segja „bestu tónleikarnir“ og það þykir okkur vænt um, að geta toppað enn og aftur.“ Eins og áður segir hafa þau hjónin staðið í þessu frá því árið 2011, hvað stendur upp úr í allri þessari vinnu í gegnum tíðina? „Samstarfið við allt þetta frábæra fólk. Listamennirnir og fólkið á bak við verkefnið. Til dæmis hef- ur vinur okkar Eiður Arnars verið okkar helsti ráðgjafi, enda mikill reynslubolti og horfir oft á hlutina öðruvísi heldur en við. Samstarfið við Þorvald Bjarna, Jón Ólafs og svo okkar helsta stjóra Þóri Úlfars hefur verið frábært, en Þórir hefur reynst okkur afar vel. Svo verð ég að fá að nefna Adda Fannar, Finn, Ástu og allt hitt frábæra starfs- fólkið hjá Hörpu, að ógleymd- um Villa „grafíker“ Waren, en samstarfið við þau öll hefur verið algjörlega frábært.“ Meiri líkur en minni að við höldum áfram Það vakti athygli tónleikagesta að Endurnærandi að finna gleðina og stemninguna Klara Elías flytur Þjóðhátíðarlag síðasta árs og titillag tónleikanna, Eyjanótt, ásamt Karla- og Kvennakór Vestmannaeyja. Myndir: Brynja Eldon. Það var ekkert til sparað á tónleikunum í ár. Tveir kórar, strengjasveit og brasssveit aðstoðuðu hljómsveitina og söngvarana við að fylla Hörpuna af hinum eina sanna Eyjahljóm. Lokalagið, Lífið er yndislegt, flutt með dyggri aðstoð dáðustu sona Eyjanna. SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.