Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 12
12 | | 2. febrúar 2023 Hjónin Bragi Steingrímsson og Sigríður Magnúsdóttir, Sirrý, voru búin að koma sér fyrir í nýrri og glæsilegri íbúð í Hásteinsblokkinni þegar gos hófst á Heimaey. Sirrý og Bragi eiga þrjá drengi, Magnús, Helga og Sigurð en í janúar 1973 voru þau fjögur í heimili, þau tvö, Magnús sjö ára og Helgi eins árs. Sirrý og Bragi tóku á móti blaðamanni á heimili sínu að Brekkugötu þar sem þau sögðu sína sögu. raunar tvær ólíkar sögur. Annars vegar er saga konu sem var ein með börnin tvö uppi á landi á meðan eldgosi stóð og hins vegar manns sem sneri til Eyja eins fljótt og hann gat til að vinna. Líklega er öllum þeim sem bjuggu á Heimaey þann 23. janúar 1973 í fersku minni atburðarrásin þessa örlaganótt. Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig þetta hefur verið fyrir þá sem ekki upplifðu, og líklega myndi ekki ríkja þessi ró sem var yfir öllum ef slíkir atburðir gerðust í dag. Það var hringt um klukkan hálf tvö og ég fer í símann,“ segir Sirrý. „Heyri ekki neitt. Skelli á og það er hringt aftur. Heyri ekkert. Síminn var bilaður. Svo er bankað. Þar var Dollý í næsta stigagangi að láta mig vita að gos væri hafið. Tengdapabbi henn- ar var í slökkvliðinu og lét þau vita. Þegar ég hugsa til baka er svo fyndið að maður labbaði svo rólega um til að vekja strákana. Tipplum á tánum út í glugga. Við vorum á þriðju hæð og við sáum því yfir allt. Út um gluggann blasti við rosaleg sýn.“ Áhyggjur af fólki í austurbænum Sirrý var hugsað til fólksins í austurbænum. „Guð minn góður ætli fólk sé dáið hugsaði ég. Þóra Hjördís og Arngrímur bróðir bjuggu í kjallaranum hjá mömmu og pabba á Hásteinsvegi 58. For- eldrar Þóru bjuggu á Ásavegi og hafði ég miklar áhyggjur af þeim. Við vöktum peyjana og klæddum þá. Rukum yfir til mömmu og pabba. Þá voru foreldrar Þóru komin og mér létti gríðarlega að sjá allt fólkið,“ sagði Sirrý en þau voru hjá foreldrum hennar þangað til þau fengu tilmæli um að fara niður á bryggju. „Pabbi var svo svalur að hann ætlaði nú ekki að fara af eyjunni. Fljótlega var komið fullt af fólki. Gísli Steingríms og hans fjöl- skylda og fleiri, um 15 í heildina. Allt í einu hverfur pabbi. Kemur eftir smástund kjagandi með bjórkassa og segir; setjist nú inn í stofu, slöppum aðeins af og fáið Sirrý og Bragi - Heim á ný Voru ein af þeim fyrstu sem snéru aftur heim Földu sig eftir heimsókn til Eyja og fóru ekki aftur til baka Fjölskyldan samankomin í þjóðhátíðartjaldinu, Helgi, Magnús, Bragi, Sirrý og Sigurður sem missti af gosinu. ” Þegar ég hugsa til baka er svo fyndið að maður labbaði svo rólega um til að vekja strákana. Tipplum á tánum út í glugga. Við vorum á þriðju hæð og við sáum því yfir allt. Út um gluggann blasti við rosaleg sýn. GÍGJA ÓSKARSDÓTTIR gigja@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.