Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 16
16 | | 2. febrúar 2023 Þann 23. janúar sl. var þess minnst að 50 ár voru liðin frá upphafi eldgossins í Heimaey árið 1973. Eins og með aðra starfsemi í Vestmannaeyjum fór Ísfélag- ið ekki varhluta af eldgosinu. Ísfélagið varð miðstöð björg- unarumsvifa í eldgosinu og voru verbúðir og matstofa notaðar fyrir björgunarmenn. En náttúran eyrði engu og þann 27. mars, gosárið stöðvaðist hraunmassinn við hús Ísfélags og Fiskiðju og voru bæði mikið skemmd. Þá hafði tækja- búnaður beggja verið fluttur upp á land. Önnur stoð Ísfélagsins eins og við þekkjum félagið í dag eru Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og FES, Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurðssonar. Hús Hrað- frystistöðvarinnar varð hrauninu að bráð 24. mars 1973. Hrað- frystistöðin brann til grunna og hluti af FES-inu. Það var mikið högg fyrir Eyja- menn, Vestmannaeyjar og landið allt þegar gos hófst á Heimaey. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja fór undir hraun og brann, svo og ný- byggt salthús Ísfélags Vestmanna- eyja og hluti af austurbyggingu Fiskiðjunnar. Hraunið lá á Strand- veginum að veggjum Ísfélagsins og að Mandal og þrengdi sér inn í Fiskiðjusundið. Hraun fór inn í nýbyggða, mjög traustlega og rammbyggða mjölskemmu FES og braut og sprengdi alla veggi á suðurhlið. Starfsfólk á bilinu 400 til 500 Hjá Ísfélaginu unnu um 250 manns og um 200 hjá Hrað- frystistöðinni og FES-inu auk sjó- manna á bátum sem lönduðu hjá þessum tveimur af fjórum stóru frystihúsum í Vestmannaeyjum. Framundan var mesti annatíminn, sjálf vetrarvertíðin og allt átti að vera tilbúið til að taka á móti bol- fiski og loðnu. Væntingar miklar enda gott verð á fiskafurðum og loðnumjöli. Fljótlega festi Ísfélagið kaup á frystihúsi Júpiters og Marz hf. á Kirkjusandi í Reykjavík. Fyrir átti Einar Sigurðsson Hraðfrystistöð Reykjavíkur. Eftir að allt var farið í Vestmannaeyjum keypti Einar mjölverksmiðju í Þorlákshöfn og reisti þar fiskmóttöku. Strax um haustið 1973 var unnið af fullum krafti við að því að gera FES-ið starfhæft og var tekið á móti fyrstu loðnunni 2. febrúar 1974. Um leið fluttu Fiskiðjan og Ísfélag Vestmannaeyja tæki og áhöld aftur til Vestmannaeyja. Réttu ári eftir að gos hófst, þann 25. janúar 1974, hófst aftur móttaka á fiski í saltfiskverkun Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og til frystingar þann 31. janúar. Á þessum tíma voru tvö frystihús í rekstri hjá félaginu, í Vestmanna- eyjum og á Kirkjusandi. Það gerði Ísfélagið stærst í fiskiðnaði hér á landi. Ákveðið var að hefja byggingu á saltfiskhúsi í stað þess sem fór undir hraun og að selja Kirkjusand ásamt því að félagið ákvað að fara sjálft í bátaútgerð, í fyrsta sinn í sögu félagins. Sjómenn unnu afrek Vertíðin 1973 var einstæð í sögu Vestmannaeyja, hófst strax eftir áramót í beinu framhaldi af hinni ágætu haustvertíð margra báta. Allar horfur voru á því, að vertíð- in yrði mjög góð. Frammistaða sjómanna gosn- óttina vakti þjóðarathygli og aðdá- un allra. Vestmannaeyingar settu þessa nótt sitt traust á sjómenn Eyjanna. Næsta hálfa mánuð var bátaflotinn í flutningum húsgagna og veiðarfæra frá Eyjum til Þor- lákshafnar, Grindavíkur, Keflavík- ur og Reykjavíkur. Ísfélag og Hraðfrystistöð lömuðust í gosinu 1973: Áfram var haldið og starfsemin komin í gang árið eftir Sigurður, sem lengi var flaggskip Hraðfrystistöðvarinnar og seinna Ísfélagsins að landa stuttu eftir gos. FES-ið komið í fullan gang og yfir gnæfir Eldfellið. Mynd Heiðar Marteinsson. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.