Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Síða 2
2 Framkvæmdafréttir nr. 728
6. tbl. 31. árg.
Fjöldi manns kom saman við höfnina í Stykkishólmi til
vera við athöfnina og ekki var annað að merkja en að
mikil ánægja væri með nýjan Baldur.
Athöfnin hófst á því að Bergþóra Þorkelsdóttir,
forstjóri Vegagerðarinnar, flutti ávarp þar sem hún
sagði mikið gleðiefni að taka formlega á móti nýrri
Breiðafjarðarferju, enda muni ferjan auka til muna
öryggi farþega á siglingarleiðinni milli Stykkishólms,
Flateyjar og Brjánslækjar.
Nýjum Baldri
fagnað í Stykkishólmi
Tekið var formlega á móti nýrri Breiðafjarðarferju
við hátíðlega athöfn í Stykkishólmshöfn
föstudaginn 17. nóvember. Fjöldi fólks lagði leið
sína niður á höfn til að skoða ferjuna, sem var
opin fyrir gesti og gangandi. Íbúum norðan megin
við Breiðafjörð gafst einnig kostur á að skoða
Baldur í Brjánslæk sunnudaginn 19. nóvember.
„Eldri ferjan, sem gegnt hafði ferjusiglingum undanfarin
ár, þótti ekki standast öryggiskröfur sem gerðar eru
í dag, enda aðeins með eina aðalvél. Strax árið 2021
var farið að skoða hvort hægt væri að finna annað
skip sem uppfyllti þær kröfur sem settar eru fyrir
ferjusiglingar á Breiðafirði. Við vorum einstaklega
heppin að ferjan Röst stóð okkur til boða. Ferjuna
þekktum við af góðu einu enda hafði hún verið notuð
sem afleysingaskip fyrir Herjólf nokkrum árum áður,“
sagði Bergþóra og minntist sérstaklega á að það
hafi heldur betur reynt á skipið á leiðinni frá Noregi til
Íslands í október síðastliðnum, vegna veðurhams og
mikils öldugangs.
„Mér skilst á skipstjórnarmönnum að skipið hafi staðið
sig með stakri prýði og sé afar gott sjóskip. Vel fari um
farþega á siglingu og öll aðstaða fyrir þá er til mikilla
bóta,“ sagði hún.
↑
Baldur í heimahöfn.