Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Side 3
Framkvæmdafréttir nr. 728
6. tbl. 31. árg.
3
Baldur í heila öld
Ferjan Röst fékk nýtt nafn, Baldur, fljótlega eftir
komuna til Íslands, enda á saga nafnsins sér langa
sögu og hefur Baldur, í einhverju formi, siglt um
Breiðafjörð í heila öld.
„Það var okkur ljúft og skylt að verða við óskum íbúa
við Breiðarfjörð og nefna nýju ferjuna Baldur,“ sagði
Bergþóra.
Að loknu ávarpi forstjóra var klippt á borða við
hátíðlega athöfn. Auk forstjóra Vegagerðarinnar
klipptu þau Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í
Stykkishólmi, Þórdís Sif Sigurðardóttur, bæjarstjóri
Vesturbyggðar, Stefán Vagn Stefánsson, fyrsti
þingmaður Norðvesturkjördæmisins og Jóhanna Ósk
Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða á borðann.
Ferjusiglingar um Breiðafjörðinn
mikilvægar
Eftir borðaklippinguna var haldið í farþegarýmið, þar
sem þau Jakob Björgvin, Þórdís Sif, Stefán Vagn og
Jóhanna Ósk söguð nokkur orð.
Í máli Jakobs Björgvins kom fram að það væri
hátíðisdagur að taka nýjan Baldur í notkun um þá
þjóðleið sem Breiðafjörðurinn er en á næsta ári verða
100 ár frá því að Breiðafjarðarferjan Baldur hóf fyrst
siglingar um fjörðinn. Hann sagðist fagna þessum
áfanga en vonaðist til að næsti áfangi í að tryggja
framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð yrði að
smíða nýtt skip fyrir þessa leið þar sem tekið væri tillit
til orkuskipta framtíðarinnar.
Þórdís Sif tók í sama streng og talaði um mikilvægi
þess að hafa möguleika á ferjusiglingum um
Breiðafjörð, ekki síst vegna atvinnulífs á svæðinu. Auk
þess væri sigling um Breiðafjörðinn mikil upplifun.
Stefán Vagn fór sérstaklega yfir mikilvægi þess að
hafa traustar samgöngur um landið allt, samfélagi og
atvinnulífi til heilla.
Jóhanna Ósk fór yfir sögu Sæferða og minntist á að
skipstjórar Baldurs hefðu báðir hafið sinn ferli sem
aðstoðarmenn í eldhúsinu í Baldri sínum tíma en
síðar menntað sig til stýrimanns og væru nú orðnir
skipstjórar á þessu góða skipi. „Gamli Baldur er
farinn í siglingar um suðrænni slóðir en ef leiðin liggur
í karabíska hafið er aldrei að vita nema þið rekist á
gamlan vin,“ sagði hún og þakkaði Vegagerðinni fyrir
gott samstarf.
Lions-klúbburinn Harpa í Stykkishólmi sá um dýrindis
veitingar við athöfnina.
Íbúar norðan megin Breiðafjarðar fengu einnig
tækifæri til að skoða skipið í Brjálslæk sunnudaginn
19. nóvember. Um fjörutíu manns mættu á staðinn og
þáðu kaffiveitingar um borð í Baldri.
↑
Klippt á borða til að fagna komu Baldurs. Frá vinstri: Jakob
Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, Jóhanna
Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, Þórdís Sif
Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Stefán Vagn
Stefánsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmisins og
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
↗
Boðið var til kaffisamsætis um borð í Baldri.
↓
Á þriðja hundrað manns heimsótti Baldur þennan dag og
þáði kaffiveitingar um borð í skipinu.