Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Qupperneq 12

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Qupperneq 12
12 Framkvæmdafréttir nr. 728 6. tbl. 31. árg. NordFoU er samstarfsvettvangur norrænna samgönguyfirvalda sem hófst árið 2004. Tilgangur samstarfsins er að hámarka auðlindanýtingu og skapa samlegðaráhrif á ýmsum sviðum enda þurfa löndin oft að eiga við sambærilegar áskoranir. Þau lönd sem eiga aðild að samstarfinu eru Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland. Núverandi samstarf byggir á rammasamningi um samnorræn rannsóknarverkefni frá árinu 2004 og samþykktum sem síðast voru endurskoðaðar árið 2018. Stýrinefnd NordFoU lagði nýverið til breytingar á skipulagi og fjármögnunarfyrirkomulagi NordFoU með það að markmiði að einfalda stjórnsýslu. Nýr samstarfssamningur var undirritaður af öllum vegamálastjórum Norðurlanda á fundi þeirra í Kaupmannahöfn í nóvember. Skrifað undir samning um rannsóknir á Norðurlöndum Forstjórar vegagerða á Norðurlöndum skrifuðu í nóvember undir nýjan samstarfssamning um sameiginlegar rannsóknir undir hatti NordFoU. Um starfsemi NordFou NordFoU er samstarfsvettvangur vegagerða Norðurlanda í rannsóknum. Þátttökulöndin eru Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Ísland og Færeyjar. Markmið NordFoU er að vinna sameiginlega að ákveðnum rannsóknaverkefnum og fjármagna þau sameiginlega úr sjóðum sínum. Fyrirkomulagið NordFoU skapar samlegðaráhrif fyrir allar stofnanir og aðstoðar við að: → Takast á við sameiginleg vandamál → Nýta takmarkaða fjármuni → Forðast endurtekningar á rannsóknum → Takast á við stærri rannsókna- og þróunarverkefni → Fá fleiri sjónarmið við skilgreiningu á rannsóknaþörf → Miðla niðurstöðum til stærra svæðis

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.