Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Side 16

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Side 16
16 Framkvæmdafréttir nr. 728 6. tbl. 31. árg. Darri Kristmundsson hjá Vatnaskilum hélt erindið Vindaðstæður við brýr – hermun til stuðnings hönnunarviðmiðum. Þar kom fram að óhagstæðar og jafnvel hættulegar vindaðstæður geta skapast við býr, m.a. vegna aukinnar hviðumyndunar vegna mannvirkis eða árfarvegs. Helstu niðurstöður eru að hermun getur verið öflugt verkfæri til að styðjast við þegar kemur að staðarvali fyrir mannvirki út frá vindsviði. Sólveig Kristín Sigurðardóttir hjá Verkís hélt erindið Sigmælingar með LiDAR skanna á þyrildi. Skoðað var hvort hægt er að nota LiDAR skanna á þyrildi í sigmælingar á deigu undirlagi við vegagerð í stað annarra mælinga og sem stuðning við aðrar mælingar. Niðurstöður benda til að LiDAR til sigmælinga hafi marga góða kosti, svo sem góða rúmupplausn, sýni hvernig landið í heild bregst við fergingu og hægt er að fylgjast með framgangi verka með slíkum mælingum. Ólafur H. Wallevik frá Háskólanum í Reykjavík hélt erindi um kosti hástyrkleikasteypu á brýr. Fram kom meðal annars að með því að velja hástyrkleikasteypt slitlag fæst löng ending slitlags sem lækkar viðhaldskostnað, það dregur úr slysahættu og er mikilvægur liður í 100 ára líftímahönnun. Guðbjartur Jón Einarsson hjá Mannviti hélt erindið Ástandsskoðun sprautusteypu í jarðgöngum með tilliti til þykktar og væntanlegs líftíma. Tilgangur og markmið var m.a. að skoða ástand og meta hrörnun sprautusteypu í veggöngum og sannreyna hvort eldri fyrirskriftir dugi eða hvort auka þurfi styrkingar. Niðurstöður benda til að ekki virðist þörf á að auka minnstu þykkt sprautusteypu og með eðlilegu viðhaldi og minniháttar viðgerðum muni líftími þeirra jarðganga sem voru skoðuð ná 50-100 árum. Majid Eskafi hjá EFLU hélt erindið: Kolefnisfótsporsgreining á brimvarnargörðum og sjóvörnum. Þar var farið yfir rannsókn þar að lútandi á höfninni í Þorlákshöfn og í Straumsvík og niðurstöður kynntar. Davíð Guðbergsson hjá VSÓ ráðgjöf hélt erindið Áhrif á öryggi virkra ferðamáta vegna algrænna umferðarljósa. Markmið rannsóknarinnar er að leggja tölfræðilegt mat á áhrif algrænna göngufasa á umferðaröryggi. Aukning í fjölda gangandi og hjólandi gefur til kynna að fólk upplifi aukið öryggi.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.