Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Page 20
20 Framkvæmdafréttir nr. 728
6. tbl. 31. árg.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar,
sagði öllu máli skipta fyrir íbúa að fá nútímalegan
láglendisveg. „Og við vitum að barnafólkið
hér í sveitinni gleðst sérstaklega yfir þessum
framkvæmdum því það sér nú fram á að þurfa ekki í
framtíðinni að senda börn í skólabíl yfir viðsjárverða
fjallvegi.“
Verkið: Vestfjarðavegur (60) um
Gufudalssveit, Kinnarstaðir -
Þórisstaðir.
Nýja brúin yfir Þorskafjörð er 260 m löng, tvíbreið,
staðsteypt, eftirspennt bitabrú í sex höfum. Auk hennar
voru gerðar vegfyllingar á 2,7 km kafla. Verklok voru
áætluð í lok júní 2024 og var framkvæmdin því langt
á undan áætlun. Með nýrri brú leggst af um 10 km
kafli á núverandi Vestfjarðavegi ásamt einbreiðri brú á
Þorskafjarðará frá árinu 1981.
Tilboð í verkið voru opnuð 16. febrúar 2021.
Suðurverk bauð rúmar 2.236 m.kr. sem var 107,6
prósent af áætluðum verktakakostnaði. Skrifað
var undir verksamning við Suðurverk 8. apríl 2021.
Framkvæmdir hófust í október það sama ár.
Tilboð í eftirlit með verkinu voru opnuð 19. október
2021. Samið var við Verkís verkfræðistofu.
Verkefnastjórn var í höndum framkvæmdadeildar
Vegagerðarinnar og umsjón framkvæmdar hjá
Vestursvæði Vegagerðarinnar. Auk þessara aðila komu
fjölmargir starfsmenn Vegagerðarinnar að ýmsum
þáttum undirbúnings og einstökum hlutum verksins
ásamt ráðgjöfum.
↓
Heiðursfólkið Stefán Rafn Kristjánsson
og Hallrún Ásgrímsdóttir.