Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Page 21

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Page 21
Framkvæmdafréttir nr. 728 6. tbl. 31. árg. 21 Með aðalverktakanum Suðurverki störfuðu margir undirverktakar við útboðsverkið: Eykt sá um brúarsmíði, Steypustöðin sá um steypuframleiðslu, Borgarverk sá um klæðingar á vegum og Nortek setti upp vegrið. Framkvæmdirnar eru hluti af stærra verkefni í Gufudalssveit sem er vegagerð um Teigsskóg ásamt þverunum á Djúpafirði og Gufufirði. Tengd verk sem einnig er áætlað að ljúki á árinu 2023 eru: → Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Þórisstaðir- Hallsteinsnes (Teigsskógur) → Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Djúpadalsvegur (6087) Við lok þessara framkvæmda þarf ekki lengur að aka um Hjallaháls sem er í 336 metra hæð. Þegar öllum framkvæmdum við Vestfjarðaveg í Gufudalssveit verður lokið verður heildarstytting vegarins um 22 km, það er, þegar lokið hefur verið við að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Aksturstími styttist um 30 mínútur. Vonir standa til að þverun fjarðanna tveggja verði boðin út á næsta ári. ↗ Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti Reykhólahrepps ,og dætur hennar, Yrsa og Ásborg, fóru fyrstar yfir brúna, ríðandi á hestum. → Yrsa Dís Styrmisdóttir var skæravörður. ← Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, klipptu á borða til að marka opnun brúarinnar yfir Þorskafjörð..

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.