Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 41

Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 41
KOMMÚNISTAR NOTA HAGNAÐARKERFIÐ 39 í 45 eða 44 stundir á viku. Flestir austur-þýzkir verkamenn fá nú frí annan hvern laugardag í viðbót við sunnudaginn. Meira vörumagn hef- ur nú komið í verzlanir en áður, þó að verðið sé enn hátt og gæðin léleg samkvæmt vestrænum mæli- kvarða. Samkvæmt hagskýrslum ríkisstjórnarinnar óx iðnaðarfram- leiðsla Austur-Þýzkalands um 7% árið 1965, sem er sambærilegt við iðnaðarvöxt Vestur-Þýzkalands. En hagskýrslurnar sýna ekki hið stöðuga .álag á fólk, sem fylgir því að búa í landi, þar sem ríkir skort- ur á mörgu. Strax og Austur-Þjóð- verjinn sezt að morgunverðarborð- inu, finnur hann til þess arna. Þar er enginn rjómi, engir grapefruit- ávextir, enginn ananas, engar app- elsínur (nema kannske á jólunum) og engir bananar. Heil kynslóð Austur-Þjóðverja hefur aldrei bragðað sumar ávaxtategundirnar. Ósvikið kaffi kostar frá 8—10 doll- ara pundið, teið 5,50 dollara pund- ið og kakaó kostar yfir 3,60 doll- ara pundið. Rúmur lítri (quart) af mjólk ko,star á hinn bóginn aðeins 9 cent. Smjör er enn notað í ríkum mæli við bakstur og matargerð í Au.stur-Þýzkalandi, en gæði þess eru léleg, og hálfpundið kostar 60 cent. Egg eru oft. ófáanleg. Eftir að hinn óbreytti, austur- þýzki borgari hefur etið fátækleg- an morgunverð, sem samanstendur af gervikaffi og brauði, fer hann í þunnan rayonregnfrakka, sem kost- ar hann 37,50 dollara (miðað við 7,50 fyrir sams konar frakka í Vestur-Berlín) og fer út til þess að bíða eftir glamrandi og úrsérgengn- um sporvagni, sem ætti í 'rauninni heima á fornminjasafni. Iðnverkamaður í Austur-Þýzka- landi hefur 120—150 dollara í laun á mánuði. Miðað við slík laun þarf hann að vinna 20 klukkustundir til þess að geta keypt skó, en sé hann fótstór, finnur hann kannske enga skó við sitt hæfi, vegna þess að framkvæmdastjórar skóverksmiðj- anna geta sparað leður með því að framleiða aðeins minni númerin. Ég hef aldrei skilið, hvers vegna kon- ur eiga aftur á móti við gerólíkt vandamál að stríða á þessu sviði. Forráðamenn verksmiðja, sem framleiða tilbúinn kvenfatnað, virðast að mestu leyti hafa meðal- stórar og stórar konur í huga. Verðin skýra það vel, hvers vegna óseljanlegar vefnaðarvörubirgðir að verðmæti 187,5 milljónir dollara söfnuðust fyrir í vörugeymslum í Austur-Þýzkalandi á einu ári. Aðr- ar vörugeymslur eru troðfullar af gagnslausum ritvélum, leikföngum, sem enginn kærir sig um, og har- móníkum, sem eru til ama fyrir augu sem eyru. Austur-Þýzkaland skortir allt nema lélegan, rándýran varning. Slíkt ástand er nægilegt til þess að gera út af við hvern sannan sölumann. Sjónvarpið er gluggi Austur- Þýzkalands að Vesturlöndum. Nú er ekki lengur bannað að horfa á vestrænar dagskrár, þótt það sé bannað að ræða þær eða bjóða öðrum að horfa á þær. Lítið sjón- varpstæki kostar 400 dollara, en Austur-Þjóðverjar eru samt reiðu- búnir að greiða slíkt verð. Það er sjónvarpsloftnet á næstum hverju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.