Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 97

Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 97
EDDIE RICKENBACKER 95 ur að skipta fyrstu appelsínunni og gæta síðan hinna þriggja. Við höfðum dregið bátana nær hver öðrum, og fjórtán sultarleg augu fylgdust nú nákvæmlega með mér, er ég skar appelsínuna í 8 jafna hluta. Enginn þjálfaður demanta- slípari hefur nokkru sinni unnið við demantaskurð af eins ofboðs- legri nákvæmni og einbeitingu og ég beitti við þetta starf mitt, enda urðu hlutarnir eins jafnir og hugs- azt gat. Allir, nema við Cherry, átu fræin, börkinn, hvert tangur og tetur. Við tókum börkinn frá til þess að nota hann í beitu, en fiskurinn skeytti elckert um börk- inn. Hvar vorum við staddir? Engir tveir okkar voru á alveg sama máli í því efni. Við Cherry höf- uðsmaður héldum, að sterkur með- vindur hefði feykt okkur fram hjá Cantoneyju og að við hefðum því nauðlent norðan og vestan við eyj- una. Ég dró fram kortið mitt. Ef hugmynd okkar reyndist rétt, var næsta land Gilberteyjaklasinn í um 400 mílna fjarlægð. . og í höndum Japana. Ættum við að skjóta neyðarblys- um? Sameiginlegt álit okkar var, að við ættum að hætta á það, og skyldum við því skjóta þeim upp með vissu millibili að næturlagi. Þetta veitti okkur þó að minnsta kosti tækifæri til þess að hlakka til einhvers í tilbreytingarleysinu. En hinn langi dagur leið mjög hægt. Sólin hellti yfir okkur brenn- heitum geislum sínum, og það seig á okkur mók. Það var ekki fyrr en myrkrið skall á, að áhugi okk- ar fyrir hugsanlegri björgun vakn- aði að nýju. Okkur til mikilla vonbrigða var fyrsta neyðarblysið bilað, og það annað var litlu betra. En það þriðja splundraðist uppi í loftinu og breyttist í rauða eldkúlu. Hún hékk þarna yfir okkur í fallhlít- inni í heila eilífð, að því er okkur virtist. Kannske hafa það verið 90 sekúndur. Hún lýsti upp gervalla veröld okkar, bátana, mennina og hafið, með óhugnanlegri skelli- birtu, svo okkur sveið í augun. Vissulega hefði þetta sézt af hverju því skipi eða ílugvél, sem kynni að hafa verið stödd á þessum slóð- um. Þegar það dó út og skyldi okkur eftir í enn dimmara svart- nætti en áður, gátum við ekki lát- ið hjá líða að vona, að einhver ár- vökul augu hefðu komið auga á bjarmann og að björgunarmenn væru nú að nálgast okkur. Það hýrnaði svolítið yfir okkur, og sam- ræður okkar urðu þróttmeiri, jafn- vel glaðværar. En er leið á nótt- ina og það heyrðist ekki í neinni flugvél, misstum við móðinn og urðum niðurdregnir á nýjan leik. Við urðum að horfast í augu við það, að það var fremur líklegt, að við yrðum að vera á reki á haf- inu vikum saman eða jafnvel leng- ur. Og óhjákvæmileg afleiðing af þessari vitneskju var sú, að við gerðum okkur grein fyrir því, að einhverjir okkar kynnu að týna lífinu. HEPPILEGT SLYS. Ég hafði horfzt oftar í augu við dauðann en nokkur hinna í þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.