Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 104

Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 104
102 elsínuna heldur en að geyma hana lengur. Þessi ákvörðun var fyrst og fremst tekin vegna þeirra, sem voru veikir. Alex var verst hald- inn. Hann hafði ekki alveg jafn- að sig eftir veikindin, þegar hann lagði af stað í þessa flugíerð (hann hafði verið skorinn upp við botn- langabólgu á Hawaii og þjáðist einnig af gulu). Hann hrópaði æ ofan í æ á vatn, svo að það var ömurlegt á að hlusta. Ég komst ekki að því fyrr en nokkrum dög- um síðar, að hann var farinn að stelast til að drekka sjó að nætur- lagi. De Angelis vaknaði við það, að Alex hallaði sér yfir brún báts- ins og svolgraði í sig sjóinn. Það var því engin furða, þótt piltur- inn hrópaði á vatn. Það eru til dæmi um, að menn hafa misst vit- ið af þorsta við að drekka sjó. Við tókjum eftir því, að hann varð stöðugt máttfarnari, og ég vissi, að hann mundi ekki þola hrakn- inguna miklu lengur. Á daginn lá hann óvarinn í steikjandi sólar- breiskjunni. Á næturnar var hon- um svo kalt, að líkami hans skalf allur. En samt var ekkert, sem við gátum fyrir hann gert til þess að draga úr þjáningum hans. Við borðuðum síðustu appelsín- una sjötta daginn. Mikið af safan- um hafði þegar gufað upp, og hún var byrjuð að mygla. Það hefði verið gagnslaust að geyma hana lengur. En samt var það rangt af okkur að borða hana. Þessi síð- asta, uppþornaða appelsína hafði verið tákn, eitthvað, sem við gát- um hlakkað til að fá. Nú var ekk- ÚRVAL ert eftir, sem við gátum beðið með eftirvæntingu. Sumir mannanna fóru að finna til hungurverkja, næstum strax eftir að þeir höfðu borðað sinn skammt, svo ákafra, að þeir voru alveg hjálparvana og réðu ekki við sig lengur. Þeir fóru að tala um mat og drykk. Sérhver maður átti sína uppáhaldsrétti, sem hann þráði ákafast. Cherry höfuðsmað- ur vildi fá súkkulaðiís. Reynolds talaði og talaði um gosdrykki, og þeir töluðu um söluskýlin við þjóð- vegina í Kaliforníu, þar sem á- vaxtasafi var seldur ferðamönnum og það stóð á auglýsingaspjöldun- um, að maður mætti drekka eins mikið og maður vildi fyrir 5 cent. Skyndilega fann ég til kunnug- legs bragðs í munninum. Þegar ég vann fyrst fyrir Duesenberg í Des Moines í Iowafylki áður fyrr, þá hafði ég alltaf borðað súkkulaði- mjólkurhristing með eggi út í um hádegið og ekkert annað. Ég hafði að vísu ekki smakkað þennan rétt síðustu 25 árin, en núna langaði mig svo mikið í hann, að ég gat raunverulega fundið bragðið af honum uppi í mér. Tunga mín fór að hreyfast alveg ósjálfrátt, og ég kyngdi. En það var bara ekkert til þess að kyngja. GJÖF FRÁ HIMNUM. Ég hef alltaf verið mér með- vitandi um tilveru æðri máttar- valda. Ég lærði að biðja við kné móður minnar, og ég hef aldrei farið svo að sofa á kvöldin, að ég hafi ekki fyrst kropið og beðið þakkarbæn. En trú mín hafði allt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.