Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 77

Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 77
IIANN RÉÐI GÁTUNA UM BLÓÐIÐ 75 hafði lesið stutta grein um það í blaði. Brosi brá fyrir á skörpu and- litinu. „Eg held að það væri betra fyrir yður, ungi maður, að leita alltaf til frumheimilda," sagði hann. Hann benti mér á bók í bókasafn- inu, sem ég ætti að lesa. Kínverjar höfðu auðvitað ekki uppgötvað blóð- flokkana: Það hafði Landsteiner gert. Eftir þessa fyrstu ádrepu urðum við góðir vinir, og átta árum síðar, er við unnum saman, uppgötvuðum við Rhesusinn (Rh) og komumst að því hvað það var, sem á dularfull- an hátt hafði valdið dauða þúsunda ungbarna í móðurkviði eða í fæð- ingu. FJÖLHÆFUR SNILLINGUR Afrek Landsteiners eru fáu lík í annálum læknisfræðinnar. Hann lagði grundvöll að rannsóknum á bóluefnum gegn mænuveiki. Hann skilgreindi húðofnæmi. Rannsóknir hans á Rickettsia bakteríunum urðu til þess, að farið var að bólusetja við taugaveiki. Næstum því upp á eigin spýtur lagði hann grundvöll að og þróaði ónæmisefnafræðina. Og með því að skilgreina blóðflokk- ana, bjargaði hann lífi tuga millj- óna manna með blóðgjöfum. Landsteiner fæddist fyrir einni öld í Baden í Austurríki. Hann lauk prófi í læknisfræði og eyddi fjór- um árum í viðbót við efnafræði- nám. Síðan gerðist hann kennari við háskólann í Vín og hóf ævistarf sitt við blóðrannsóknir. Síðan um 1600 höfðu dirfskufull- ir læknar reynt blóðgjafir — með svo hörmulegum afleiðingum, að lög voru sett í Bretlandi, Frakk- landi og ftalíu, sem bönnuðu slík- ar tilraunir. Tízkulæknarnir í Vín komu með hnyttilega útskýringu á vandamálinu. Þeir staðhæfðu að allt blóð væri eins, og blóðgjafir mis- tækjust, þegar blóð gefandans væri sýkt. Landsteiner hinn ungi hafði þor til að efast um þessar staðhæf- ingar. Hann safnaði blóðsýnishornum og' lét þau storkna. Þá aðskildi hann blóðkökk frá blóðvatni, og síðan hófst blöndunin: rauð blóðkorn úr einum, blóðvatn úr öðrum. Land- steiner rýndi i gegnum smásjá sína til að atþuga hvað gerðist. Venju- lega líta rauð blóðkorn út eins og jafndreifð sandkorn, en á mörgum glerplötunum loddu rauð blóðkorn saman — eins og vínberjaklasar. Landsteiner gerði skýrslu um upp- götvanir sínar, teiknaði kort og dró af þeim mikilvægar ályktanir. Blóð allra var ekki eins. í sumum blóð- frumum var dularfullt efni, A, 1 öðrum B, og til var blóð, sem hafði hvorki A né B og var merkt O (núll). Seinna misskildi fólk þetta núll og varð það að bókstafnum O, heiti þriðja stóra blóðflokksins. (Landsteiner sást yfir fjórða flokk- inn — AB — vegna þess, að engin af blóðsýnishornunum, sem hann tók, voru í þessum sjaldgæfa flokki. Ári seinna fundu þó tveir af starfs- mönnum hans hann). Hin augljósa niðurstaða varð sú, að ef mánni af A-blóðflokki var gefið A-blóð, (og það sama með B-blóðflokkinn) ættu ekki að verða neinir erfiðleikar. En aldrei mátti blanda saman A og B blóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.