Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 84

Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 84
82 ÚRVAL fyrir hörðum árásum, og afleiðing- in varð sú, að hann neyddist til að taka Paderewski aftur í skólann. Enn einu sinni var honum skipað að hætta við píanóið, en hann hélt sínu striki ótrauður. Á þriðja skólaári sínu tók Pader- ewski svo miklum framförum í pí- anóleik, að hann afréð að gera hann að aðalprófverkefni sínu í stað tón- smíða. Hann valdi konsert eftir Grieg og stóðst prófið með miklum ágætum. Hann hélt áfram námi sínu í tón- listarskólanum næstu þrjú árin, en lagði nú megináherzlu á tónsmíðar og að læra á önnur hljóðfæri. Árið 1878 var honum svo boðin kennara- staða við tónlistarskólann. Árið 1880 kvæntist hann Antoniu Korsak, sem var nemandi í skólan- um, en hún lézt af barnsförum ár- ið eftir. Barnið, sem var sonur, var vangefið, og dó um tvítugsaldur ár- ið 1902. Paderewski hélt áfram að kenna við skólann fyrst eftir lát konu sinnar, en þar sem hann hafði erft dálítið fé eftir hana, hélt hann til Berlínarborgar og hóf að stunda nám í tónsmíðum undir handleiðslu Priedrichs Kiels. En enda þótt hann væri tvímæla- laust mjög efnilegt tónskáld, hafði hann miklu meiri áhuga á að verða píanóleikari, fræg pólsk leikkona, frú Modjsska, hvatti hann og mjög til þess, og það var fyrir hvatningu hennar að hann lagði leið sína til Vínarborgar og gerðist nemandi hins víðkunna kennara Theodórs Lesch- itskys. En Leschitsky var eins og fleiri þeirrar skoðunar, að Paderewski væri efnilegra tónskáld en píanó- leikari, og endirinn varð sá, að hann mælti með honum í stöðu prófess- ors í tónsmíðum við tónlistarhá- skólann í Strasborg. Paderewski hlaut stöðuna. Paderewski leið ekki vel í Stras- borg, því að nú var svo komið að píanóleikurinn átti hug hans allan. Hann hélt áfram að æfa sig og skap- aði sína eigin leiktækni. Að því rak að hann fór aftur til Leschitskys til frekara náms. Nú hafði Leschitsky skipt um skoðun, en hann var ekki fær um að kenna nemanda sínum mikið, og árið, 1887 hvatti hann Paderewski til að koma fram opinberlega sem konsertpíanóleikari. Konsertinn var haldinn í Vínarborg og leikur Pad- erewskis þótti slíkt afbragð, að á- kveðið var að næsti konsert skyldi haldin í París. Leikur hans vakti stórkostlega hrifningu og það var skorað á hann að halda annan kon- sert. Síðari konsertinn vakti jafn- vel enn meiri hrifningu en hinn fyrri. Þessir Parísarkonsertar voru upp- hafið að frægð Paderewskis sem píanóleikara, en hann er talinn einn snjallasti píanóleikari fyrr og síðar. Hann hélt fjörutíu konserta í Lond- on — of hlaut lof Bernhards Shaw, sem þá var áhrifamesti tónlistar- gagnrýnandi Breta — en síðan fór hann um Þýzkaland og Ameríku. Eftir það fór hann víða um heim og hvarvetna hylltur sem snillingur. Hann lék ávallt tvö eða þrjú tón- verk eftir sjálfan sig á konsertum sínum. Meðan hann var á hljóm- leikaferðum sínum, hélt hann áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.