Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 54

Úrval - 01.09.1968, Blaðsíða 54
52 ÚRVAL sjálfboðaliðar. Komið var upp síma- þjónustu, sem var í gangi allan sól- arhringinn. Og nú byrjuðu síma- hringingar til neyðarnúmers Björg- unar hf., nr. 426-6600. Númerið var skráð með símanúmerum lögreglu og slökkviliðs í símaskránni. í fyrstu bárust aðeins upphring- ingar frá fólki, sem var í stöðugum sjálfsmorðshugleiðingum. Margt af því var andlega vanheilt fólk. Síð- ar tóku svo að berast upphringing- ar frá þeim, sem voru hræddir um, að þeir kynnu að taka upp á því einhvern daginn að stytta sér ald- ur, og vildu koma í veg fyrir, að af slíku yrði. Fyrsti sjálfboðaliði Föður Murp- hys var giftur kaupsýslumaður, er átti þrjú börn. Hann var mótmæl- endatrúar. Hann þjáðist af þung- lyndi, vegna þess að fyrirtæki hans gekk illa, og hann hafði undanfar- ið drukkið óhóflega. Á köldu vetrarkvöldi kvaddi hann konu og börn með kossi, fór út í hesthúsið sitt, drakk talsvert af áfengi, steig á bak hesti sínum og keyrði hann sporum í áttina að girðingu. Hann ætlaði að láta sig detta af baki og gerði ráð fyrir, að hann skylli á klettana, sem þar voru, og lægi þar svo þjargarlaus, þangað til hann frysi í hel. Hestur- inn stökk yfir girðinguna en reið- maðurinn datt ekki af baki. Hann gerði sér grein fyrir því á þessu ör- lagaríka augnabliki, að hann vildi í raun og veru lifa áfram. Hann reið hesti sínum aftur að hesthúsinu. Og brátt fór hann að vinna fyrir Björg- un hf. Vegna eigin reynslu átti hann mjög auðvelt með að ræða við fólk og gefa því góð ráð um það, hvernig það ætti að reyna að halda áfram að lifa þrátt fyrir þunglyndi sitt. Og hann átti mikilli velgengni að fagna í þessu starfi sínu. Sumir, sem hafa sjálfsmorð í huga, sýna oft og tíðum mikla fram- takssemi. Eitt sinn skýrði lögregl- an Föður Murphy frá því um mið- nætti, að maður einn hefði hlaðið sér virki í íbúð sinni og hótaði nú að skjóta fyrst börnin sín og svo sjálfan sig á eftir. Faðir Murphy fór heim til mannsins í fylgd með lögregluþjóni. Lögregluþjónninn læddist á undan honum upp stig- ann og Faðir Murphy á eftir. Lög- régluþjónninn varð að beita öllu afli til þess að opna hurðina að íbúðinni, því að innan við hana hafði verið hrúgað stólum. Föður Murphy tókst að smeygja sér fram- hjá stólunum. Á miðju gólfi stóð heimilisfaðirinn á barmi örvænting- arinnar og miðaði riffli beint á préstinn, en yfir öxl hans hékk skot- færabelti, alsett skotfærum. Maðurinn fór svo í áttina til eld- hússins og Faðir Murphy á eftir honum. Þeir gengu fyrst eftir löng- um, dimmum gangi og framhjá svefnherbergjum, þar sem börnin þrjú hímdu grátandi. Eitt þeirra var kornungt, og það elzta var tæpra 11 ára. í eldhúsinu settist maðurinn við borð, rétti Föður Murphy biblíu og sagði honum að lesa þá kafla, sem hann hafði merkt við. Sállækni þeim, sem hafði haft manninn til meðhöndlunar, var hleypt inn í íbúðina, er Faðir Mur- phy var að lesa í Gamla Testament- inu um þá Isaiah og Jeremiah. Fað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.