Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Síða 15

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Síða 15
 VIÐTAL VIÐ GETUM MÆLT NÆSTUM ALLT HEIÐAR KARLSSON framkvæmdastjóri Vista VISTA VERKFRÆÐISTOFA ER EITT ÞEIRRA FYRIRTÆKJA SEM FÆR VIÐURKENNINGU SEM VIRKT FYRIRTÆKI 2023 FRÁ ATVINNUTENGINGU VIRK. AÐ BÍLDSHÖFÐA 14 Í REYKJAVÍK OPNAR HEIÐAR KARLSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI DYRNAR AÐ HÚSAKYNNUM ÞESSA MERKA FYRIRTÆKIS OG FYRR EN VARIR LEIÐIR HANN OKKUR Í ALLAN SANNLEIKA UM UPPHAF SAMSTARFS ÞESS VIÐ ATVINNUTENGINGU VIRK. Þetta samstarf byrjaði þannig að einn starfsmaður okkar var að fara á eftirlaun og kominn í fimmtíu prósent starf. Við þurftum að ráða einhvern til starfa á móti honum og mér datt í hug að byrja á að leita fyrir mér hjá VIRK – skoða hvort þar væri einhver sem við gætum aðstoðað við að komast í gang á vinnumarkaðinum. Ég vann áður hjá fyrirtækinu IMS Vintage Photos og þar var fólk frá VIRK sem var fóta sig á vinnumarkaðinum og gekk vel. Þegar sem sagt okkur hjá Vista verkfræði- stofu vantaði einstakling í hálft starf fannst mér að þetta gæti verið gott tækifæri fyrir þjónustuþega frá VIRK sem væri að leita að vinnu. Ég leit satt að segja á það sem samfélagslega skyldu að leita fyrst til VIRK og hafði því samband við atvinnulífstengil þar. Hann sendi til okkar nokkrar umsóknir. Eftir athugun völdum við starfsmann frá VIRK í fjörutíu prósent vinnu hjá okkur og við vorum strax hæstánægðir. Nú er þessi aðili kominn í fimmtíu prósent starfshlutfall og allir sáttir,“ segir Heiðar Karlsson. En hvers konar starf er unnið hér á þessari verkfræðistofu? „Vista verkfræðistofa var stofnuð 1984 af Andrési Þórarinssyni sem hefur rekið stofuna síðan. Fyrirtækið hefur alla tíð sérhæft sig í fjölþættum mælingum. Við sinnum meðal annars margvíslegum mælingum fyrir sveitarfélögin, opinbera aðila og stærri fyrirtæki. Við getum mælt næstum allt – loftgæði, veðurfar, gróðurmælingar og jarð- vegsmælingar svo eitthvað sé nefnt. Við erum einnig mikið í alls konar talningum, svo sem umferðartalningum. Einnig erum við mikið í hitamælingum – í einu orði sagt – innviðaeftirliti. Við hjálpum meðal annars veitufyrirtækjunum að fylgjast með heitu og köldu vatni og frárennsli. Allt er þetta svo tekið saman í „skýjalausn“ sem heitir Vista Data Vision. Þar er þetta geymt og birt til upplýsinga fyrir þá sem þurfa. Við erum fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í Interneti hlutanna – (Internet of Things). Þess má geta að við eru sérstaklega stoltir af jarðvegsmælingunum í hlíðunum fyrir ofan Seyðisfjörð og Eskifjörð sem við sinnum fyrir Veðurstofu Íslands.“ Að fjárfesta í tíma Krefst starfið hérna sérmenntunar? „Já, en hluti af vinnunni hér er eftirlitsstarf, í það þarf enga sérmenntun. Við slíka vinnu hóf okkar aðili frá VIRK starf í upphafi. Smám saman fólum við honum fleiri verkefni. Við það óx sjálfstraust hans, sjálfsmyndin batnaði og við gátum fengið honum enn fjölbreyttari verkefni. Það besta sem hægt er að gera við svona aðstæður er að „fjárfesta í tíma“ – það er að gefa sér tíma til að sinna viðkomandi og segja honum til. Ég er fimmtugur núna og hef verið stjórnandi alla mína starfstíð. Ég veit að fólk er ekki fullkomið, það lendir í áföllum í lífinu og þolir ekki endalaust álag. Þetta hefur maður ítrekað séð gerast í þeim tæknigeira sem ég starfa í – flott fólk að lenda í alvarlegri kulnun og sjúkdómum. Í slíkum tilvikum hefur viðkomandi gjarnan nýtt sér úrræði á borð við VIRK til að koma sér aftur í gang. Mér finnst eðlilegt að fyrirtæki hjálpi til við þannig uppbyggingu. mín er sú að ef maður hefur tíma til að sinna starfsmanni á þennan hátt þá sér maður árangur.“ Hvernig kanntu við þig í mentor hlutverkinu? „Mér finnst það skemmtilegt. Maður reynir að setja sig í ákveðnar stellingar – vera ekki of kröfuharður – fara ekki of djúpt í hlutina strax. Byrja á að leggja áherslu á að fólk mæti vel. Ekki að krefjast of mikillar vinnu fyrstu dagana heldur fremur að viðkomandi lagi sig að aðstæðum og kynnist umhverfinu. Mér finnst líka félagslegi þátturinn mikilvægur, að einstaklingurinn komist inn í hópinn, spjalli og myndi tengsl þannig.“ Sagðir þú samstarfsfólkinu frá því að viðkomandi aðilar hafi komið frá VIRK? „Já, það var ekki leyndarmál og það á ekki að vera þannig. Menn vita og skilja að allir geta lent í áföllum. Slíkt er eðlilegt. Starfsfólkið er fyrirtækið í raun og kallar því á mesta athygli stjórnanda.“ Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar starfsfólks? „Í mínum huga er það jákvætt viðhorf og vera opinn fyrir því að hlutir eiga til að breytast. Það er mikilvægt að hrósa fólki, sýna því athygli og gleyma ekki gleðinni í vinnunni. Stundum verður fólk svo upp- tekið af starfinu og vill gera svo vel að það gleymir að staldra við – draga djúpt andann og slaka á. Konan mín er hjúkrunarfræðingur. Þegar hún kemur heim úr vinnunni og segir mér frá því sem fram fer á bráðadeildinni þá finnst mér að áhyggjur mínar hér séu léttvægar miðað við það að hjúkra kannski fárveikum einstaklingum – þetta er ágætis jarðtenging.“ Hefurðu haft samskipti að einhverju marki við atvinnulífstengla frá VIRK? „Já, ég ræddi á sínum tíma við atvinnu- lífstengla VIRK í síma og þeir hafa komið hingað til að skoða starfsemina. Mér finnst þeirra nálgun gagnvart viðfangsefninu vera flott. Þar eru settar fram ákveðnar væntingar. Skýrt plan um hvernig fylgja eigi viðkomandi starfsmanni áfram og hverju hann eigi að skila af sér. Þetta kallaði á sínum tíma á að staldra við og hugsa málið, hvers væri að vænta og skrifa það svo niður – móta ákveðna verklýsingu, nálgun og viðveruáætlun. Þá lendir hinn nýi starfsmaður ekki í því að koma í vinnuna og ekkert sérstakt liggi fyrir um hvað hann eigi að gera. Slíkt er óþægilegt.“ Menn vita og skilja að allir geta lent í áföllum. Slík er eðlilegt. Þetta er í raun svipað og að taka starfs- nema úr skóla og hjálpa honum að komast inn í starf. Ég fór sjálfur á samning þegar ég var ungur. Ég lauk stúdentsprófi og ætlaði að fara í sagnfræði, en fannst tölvur- nar skemmtilegri. Ég kláraði því nám í rafeindavirkjun og fór inn í tölvuheiminn.“ Fólk vill yfirleitt standa sig vel Hafa fleiri komið til starfa hjá ykkur frá VIRK? „Já. Seinna var haft samband við okkur frá VIRK og spurst fyrir um hvort við hefðum laust starf fyrir ákveðinn einstakling. Ég sagði bara: – „Ekkert mál, við skulum kippa viðkomandi inn og byggja hann upp í rólegheitunum.“ Þetta var í raun ekki svo flókið, ég fjárfesti bara í svona hálftíma til klukkutíma af og til með viðkomandi starfsmanni og hann sinnti sínum störfum vel en er nú kominn í fullt starf annars staðar.“ Hvaða ráð telur þú gagnleg til að hjálpa fólki að snúa til vinnu? „Ég held að það skipti miklu máli fyrir þann sem er að fóta sig á vinnumarkaðinum á ný að einhver „taki hann að sér“, verði eins konar mentor. Peningar hjálpa einstaklingi ekki mest í þessari stöðu heldur að einhver gefi sér tíma til að aðstoða hann. Mín reynsla af fólki er sú að það vill yfirleitt standa sig vel í starfi, gera góða hluti. Persónuleg afstaða 29virk.is28 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.