Úrval - 01.04.1973, Page 19

Úrval - 01.04.1973, Page 19
HINN ÓGLEYMANLEGI RALPH BUNCHE hersveitir sinar án óbærilegs álits- hnekkis. Það er allavega óhætt að fullyrða, að þótt mér sé oft veittur heiðurinn af þvi að hafa komið gæzlu- sveitunum á fót, upphaflega, þá er sá árangur, sem náöst hefur meö starfi þeirra I þágu friðarins, mest tveim mönnum að þakka. En það eru þeir fyrrum aðalritari samtakanna Dag Hammerskjöld og Ralph Bunche en hann átti þátt i þvi að koma saman þessu 6000 manna liöi frá 10 löndum. Hann skipulagöi starfið og hafði yfir- umsjón með þvi alveg þangað til það var lagt niöur rétt fyrir 6 daga striðiö 1967. Starfið vegna gæzlusveitanna var það starf, sem Bunchetaldi sér mest virði. „I fyrsta skipti i sögunni hefur okkur tekizt að nota herlið til að tryggja friðinn”. Gæzlusveitirnar komu aftur að góðum notum I borgarastyrjöldinni I Kongó, en hún hafði nærri valdið alvarlegum átökum milli Sovét- rikjanna og Bandarlkjanna. I þetta skipti var ekki aðeins um aö ræöa hernaðarlega eftirlitssveit, heldur kom Bunche einnig á fót og stjórnaði áætlun um tæknilega aðstoð. En vand- ræðunum I Kongó var varla lokið, þegar búið var að senda hann til annarra heimshluta, þar sem hætta steöjaði að. En þrátt fyrir allt var það þó mikilvægast fyrir orðstir Sam- einuöu þjóðanna og árangur, hve góð áhrif hann hafði til sátta á alla deilu- aðila. Var þá sama hvort deilt var I Yemen, Kýpi eða hvar sem var. 1 Kaáhmirdeilunni lét einn fulltrúa Pakistana hafa eftir sér, að þeir tryðu Indverjum til alls ills en „Indverjar treystaBuncheog við gerum þaö lika.” Siðasta sendiförin. Þó að störf hans að alþjóðamálum kæmu i veg fyrir, að Bunche hefði 17 afskipti af innanlandsstjórnmálum i Bandarikjunum, þá lét hann aldrei af stöðugri baráttu sinni fyrir jöfnum réttindum svartra á við hvita Ibúa landsins. Hann var ávallt i forystusveit stærstu samtaka, sem börðust fyrir fullum mannréttindum svertingja. Roy Wilkins forseti NAACP (Baráttusamtök fyrir rétt- indum svertingja) sagði: „Ralph Bunche gerði meira en nokkur annar I baráttunni fyrir fullum mannrétt- indum svertingja i Bandarikjunum.” Bunche var þó aldyeí neitt verulega viðkvæmur fyrir áliti fólks á mismun kynþáttanna, eins og vel sést á eftir- farandi sögu. Kona ein, sem vegna hins ljósa hörundslitar Bunche, spurði hann eitt sinn hvort hann vildi, að eitt barna hans giftist negra. „Ja, að visu ekki hvaða negra sem er”, svaraði hann þá að bragði. En ef um raunveru- legt óréttlæti var að ræöa, var hann fljótur til andsvara. Þegar hann sjálfur og sonur hans voru eitt sinn hindraöir I þvi, aö ganga I tennisklúbb nokkurn I New York, mótmælti Bunch þvi opinberlega. Og þó hann væri beðinn afsökunar seinna, neitaði hann algjörlega að þiggja það þvl hann áleit að ástæðan væri eingöngu hin háa staða hans i þjóðfélagsstiganum. „Enginn negri I Bandarikjunum er raunverulega algjörlega frjáls, fyrr en jafnvel hinn aumasti þeirra ber ekki lengur birgöar kynþáttamisréttisins”. Þrátt fyrir það að hann væri orðinn nær blindur, vegna sykursýki, hélt hann áfram aö starfa að leynilegum samningatilraunum á árunum 1968-69. Þá var hann að reyna að koma þvi til leiðar að eyjan Bahrain I Persaflóa fengi sjálfstæði. Hún hafði lengi verið eitt af svokölluðum verndarsvæöum Breta en Iran hafði einnig gert kröfu til eyjarinnar. Allt gekk vel I fyrstu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.