Úrval - 01.04.1973, Page 42
40
ÚRVAL
kvæmtfréttum blaðsins lumaði hann á
hinum óvenjulegustu hugmyndum —
og ég meina óvenjulegum!
Eins og sæmir gagnrýnum
blaðamanni var ég áður en varði
kominn inn á skrifstofu þessa
Backsters i félagsskap með lygamæli
og jurt (philodendron), sem sat i
makindum í blómsturpotti sinum.
Backster tengdi lygamælinn við
philondendron já, plöntuna, takið
eftir þvi, en ekki mig, — og byrjaði
siðan að spyrja mig spjörunum úr.
„Hvenær ertu fæddur?”
„Nitján hundruð þrjátiu og eitt,”
sagði ég.
Nálin i lygamælinum byrjaði að
dansa. „Plantan segir, að þú sért að
ljúga,” sagði Backster.
Ég játaði, og áður en ég fór úr
skrifstofu Backsters um kvöldið, hafði
gagnrýni min beðið mikinn hnekki.
Þvi ef sumar tilraunirnar, sem hann
gerði, eru óbrigðular, bendir allt til
þess.aðsérhver, sem heldur þvi fram,
að hann hafi sina eigin einkaaðferð við
blóm, hafi að likindum mikið til sins
máls — og þar á meðal vinur minn,
Kalli. Backster er sannfærður um, að
plöntur skynji hluti, og að þær þekki
vini sina frá óvinum, að þær hræðist
t.d. hótanir og geti meðal annars fallið
i yfirlið i nærveru hættulegrar
persónu.
En látum Cleve Backster sjálfan
segja sögu sina. Febrúardag einn 1966
ákvað hann að vökva eina plöntuna
sina. „í leiðinni datt mér i hug”’, rifjar
hann upp, „að mæla hve lengi vatnið
er að sogast i gegnum ræturnar upp i
laufblöðin. Eitt það, sem lygamælirinn
mælir, er viðnám rafmagns, og mér
datt I hug, að vatnið mundi breyta við-
náminu i laufblaðinu, um leið og það
stigi upp i blómið. Svo að ég tengdi
lygamælinn við eitt laufið. Mér til
undrunar byrjaði mælirinn að sýna
samskonar viðbrögð, og þegar maður
mælir manneskju, sem verður fyrir
geðshræringu i stuttan tima.” — Með
öðrum orðum, þá hagaði lygamælirinn
sér eins og væri hann að mæla
manneskju en ekki plöntu.
Backster segir: „Þetta vakti auð-
vitað forvitni mina, og til þess að koma
plöntunni i enn meira uppnám, ákvað
ég að brenna eitt lauf hennar. En
nákvæmlega á þvi augnabliki, sem ég
ákvað þetta, sýndi mælirinn mikinn
kipp. Ég hafði ekki hreyft, og þvi siður
snert jurtina. Hvernig gat ég skýrt,
hvað komið hafði fyrir.”
t dag er Backster sannfærður um, að
hann hafi i raun og veru hrætt
plöntuna með þessari ákvörðun sinni
um að brenna laufið. Ef hann hefur
rétt fyrir sér — og hann hefur margt
athyglisvert til sins máls — þá geta
plöntur ekki aðeins skynjað hluti,
heldur lika lesið hugsanir fólks eins og
opna bók. Eða með öðrum orðum, þá
getur bara væntumþykja þin fyrir
garðinum þinum gert mikið til þess að
halda honum grænum og fallegum
Fljótlega veitti Backster þvi eftir-
tekt, að plönturnar hans voru sérlega
næmar fyrir honum sjálfum, sennilega
vegna þess, að hann annaðist þær.
Hann komst að raun um það t.d., að
væru þær tengdar við lygamælinn,
meðan hann var fjarverandi, þá
svöruðu þær honum samt — jafnvel
þótt langt væri á milli. „Ef ég er úti að
ganga, en ákveð svo aðsnúa heim, finn
ég venjulega, að mælirinn hefur sýnt
kipp á nákvæmlega þvi augnabliki,
þegar ég tók ákvörðunina. Eða hafi
minnstu munað, að ekið hefði verið
yfir mig, þá finn ég stóran hræðslukipp
á simritanum.”
Hinn staðfasti gagnrýnandi getur
svo sem yppt öxlum yfir svona sögum.