Úrval - 01.04.1973, Blaðsíða 42

Úrval - 01.04.1973, Blaðsíða 42
40 ÚRVAL kvæmtfréttum blaðsins lumaði hann á hinum óvenjulegustu hugmyndum — og ég meina óvenjulegum! Eins og sæmir gagnrýnum blaðamanni var ég áður en varði kominn inn á skrifstofu þessa Backsters i félagsskap með lygamæli og jurt (philodendron), sem sat i makindum í blómsturpotti sinum. Backster tengdi lygamælinn við philondendron já, plöntuna, takið eftir þvi, en ekki mig, — og byrjaði siðan að spyrja mig spjörunum úr. „Hvenær ertu fæddur?” „Nitján hundruð þrjátiu og eitt,” sagði ég. Nálin i lygamælinum byrjaði að dansa. „Plantan segir, að þú sért að ljúga,” sagði Backster. Ég játaði, og áður en ég fór úr skrifstofu Backsters um kvöldið, hafði gagnrýni min beðið mikinn hnekki. Þvi ef sumar tilraunirnar, sem hann gerði, eru óbrigðular, bendir allt til þess.aðsérhver, sem heldur þvi fram, að hann hafi sina eigin einkaaðferð við blóm, hafi að likindum mikið til sins máls — og þar á meðal vinur minn, Kalli. Backster er sannfærður um, að plöntur skynji hluti, og að þær þekki vini sina frá óvinum, að þær hræðist t.d. hótanir og geti meðal annars fallið i yfirlið i nærveru hættulegrar persónu. En látum Cleve Backster sjálfan segja sögu sina. Febrúardag einn 1966 ákvað hann að vökva eina plöntuna sina. „í leiðinni datt mér i hug”’, rifjar hann upp, „að mæla hve lengi vatnið er að sogast i gegnum ræturnar upp i laufblöðin. Eitt það, sem lygamælirinn mælir, er viðnám rafmagns, og mér datt I hug, að vatnið mundi breyta við- náminu i laufblaðinu, um leið og það stigi upp i blómið. Svo að ég tengdi lygamælinn við eitt laufið. Mér til undrunar byrjaði mælirinn að sýna samskonar viðbrögð, og þegar maður mælir manneskju, sem verður fyrir geðshræringu i stuttan tima.” — Með öðrum orðum, þá hagaði lygamælirinn sér eins og væri hann að mæla manneskju en ekki plöntu. Backster segir: „Þetta vakti auð- vitað forvitni mina, og til þess að koma plöntunni i enn meira uppnám, ákvað ég að brenna eitt lauf hennar. En nákvæmlega á þvi augnabliki, sem ég ákvað þetta, sýndi mælirinn mikinn kipp. Ég hafði ekki hreyft, og þvi siður snert jurtina. Hvernig gat ég skýrt, hvað komið hafði fyrir.” t dag er Backster sannfærður um, að hann hafi i raun og veru hrætt plöntuna með þessari ákvörðun sinni um að brenna laufið. Ef hann hefur rétt fyrir sér — og hann hefur margt athyglisvert til sins máls — þá geta plöntur ekki aðeins skynjað hluti, heldur lika lesið hugsanir fólks eins og opna bók. Eða með öðrum orðum, þá getur bara væntumþykja þin fyrir garðinum þinum gert mikið til þess að halda honum grænum og fallegum Fljótlega veitti Backster þvi eftir- tekt, að plönturnar hans voru sérlega næmar fyrir honum sjálfum, sennilega vegna þess, að hann annaðist þær. Hann komst að raun um það t.d., að væru þær tengdar við lygamælinn, meðan hann var fjarverandi, þá svöruðu þær honum samt — jafnvel þótt langt væri á milli. „Ef ég er úti að ganga, en ákveð svo aðsnúa heim, finn ég venjulega, að mælirinn hefur sýnt kipp á nákvæmlega þvi augnabliki, þegar ég tók ákvörðunina. Eða hafi minnstu munað, að ekið hefði verið yfir mig, þá finn ég stóran hræðslukipp á simritanum.” Hinn staðfasti gagnrýnandi getur svo sem yppt öxlum yfir svona sögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.