Úrval - 01.04.1973, Síða 64
62
ÚRVAL
sovézka hernum tókst samt aö snúa
sókn I vörn. Haröast var barizt um
Mamaéfhæö. Þegar sovézkir hermenn
náöu henni loks aftur, gengu þeir um
land, sem bókstaflega var þakiö stáli.
A hverjum fermetra voru frá 500-1200
kúlubrot og sprengjubrot.
„Handan Volgu er ekkert land” var
vígorö sovézkra hermanna á þessum
tima. Margar sögur fara af staöfestu
og hugprýöi verjendanna og veröur nú
getiö um nokkur dæmi.
Úkrainski sjóliöinn Mikhail Panilao
rétti sig upp úr skotgröfinni og ætlaöi
aö henda flösku meö Ikveikjuvökva I
næsta þýzka skriödreka. En kúla braut
flöskuna yfir höföi hans. Hann þreif
aöra, þrátt fyrir óbærilegan sársauka,
og menn sáu, aö Panikao stökk logandi
upp úr skotgröfinni, hljóp aö
skriödrekanum og baröi flöskunni viö
net vélarlúgunnar. Andartaki siðar
gleypti mikill eldblossi hetjuna og
vlgvél þá, sem hann haföi grandaö.
Mikil saga er af vörn eins húss I
Stalingrad, húss Pavlofs, eins og þaö
er kallað eftir yfirmanni setuliðs þess,
Jakof Pavlof, sem fyrir strlö var ósköp
venjulegur bóndi. Og húsið var ósköp
venjulegt fjögurra hæöa hús. En það
var á mikilvægri sóknarleið Þjóöverja
niöur að Volgu I september 1942. Þvl
tók sveit Pavlofs húsiö I skyndi-
áhlaupi. Lltill flokkur hermanna hélt
þar velli I þrjá daga. Þá kom til
aöstoðar flokkur manna undir stjórn
Ivans Afanaséfs liöþjálfa. Voru nú 24
menn til varnar I húsinu. Afanaséf
særðist fljótlega og var fluttur á brott
(hann missti sjónina og fékk hana ekki
aftur fyrr en 1966). Pavlof tók við
stjórn. Flokkur hann styrkti fyrst af
öllu varnir kjallarans, gróf jarðgöng
til aöalstöðvar herfylkisins, sem voru I
myllunni rétt hjá Volgubökkum.
Þjóðverjar reyndu margoft að taka
húsiö meö áhlaupi, bæöi að degi til og
nóttu, en verjendurnir gáfu sig hvergi,
þótt þeir yrðu aö lokum aöeins 12, aö
særðum meötöldum. Þegar yfirmaöur *
sjötta hersins þýzka, Paulus mar-
skálkur, var handtekinn, benti hann á
þetta fjögurra hæöa hús, sem
þýðingarmikla varnarstöö, — héldu
Þjóöverjar aö þar væri heil hersveit til
varnar.
Já, hús Pavlovs var sem og
Mamaéfhæð I lykilstööu I orustunni
um Stallngrad. Þetta vissu verjendur
vel. Þeir höföu ákveöið, aö þeir skyldu
verja borgina eöa falla ella. Þriöja leiö
var ekki til. Meö þessu hugarfari unnu
þeir afrek, sem I reynd eru ofviða
mannlegum mætti. Það er ein-
kennandi, aö I hinum 24 manna flokki,
sem varöi Pavlofhúsiö, voru fulltrúar
14 þjóöerna landsins — fjórir Rússar,
fjórir Úkrainumenn, tveir Grúsíu-
menn, Tatari, Kazaki, Tadzjiki o.fl.
Eining á viglinu og aö baki hennar.
Meira en 225 þúsund ibúar
Stallngrads og næstu héraöa tóku þátt
I gerö varnarvirkja um og I borginni. 1
reynd voru allir fullorönir menn I
heimavarnarliöinu. Menn liföu og
störfuðu undir stórskotahrið og loft-
árásum — héldu áfram að bræða stál,
framleiöa skriödreka, sjálfvirkar
byssur, gera við vigvélar, baka brauð,
sækja vatn, flytja á brott börn og
særöa.
Dráttarvélaverksmiðjan haföi á
tveimur mánuöum komiö á fót fram-
leiðslu beztu gerðar sovézkra skriö-
dreka (T-34). t ágúst 1942, þegar
borgin varð fyrir mjög hörðum loft-
árásum, setti verksmiöjan
framleiöslumet — bjó til 390
skriödreka. í september þurftu verka-
menn i senn að hrinda árásum og
halda áfram vinnu, en þá komst verk-