Úrval - 01.04.1973, Side 98
96
ÚRVAL
yfirleitt farnazt illa i starfi.
Einn fyrsti staBurinn, sem Espólin
gisti, eftir að hann kom alkominn heim
til Islands, var Viðey, setur Skúla
Magnússonar. FórSkúli ekki dult með
þá skoðun sina, að koma mundi sér á
óvart, ef Espólin slyppi vel frá dvöl
sinni i Snæfellsnessýslu, fremur en
fyrirrennarar hans þar.
Að þeirrar tiðar hætti var Espólin
ættrækinn maður. Heimsótti hann
frændur sina, Stefánunga, svo skjótt
sem hann mátti við koma, og lét hann
þaö sitja fyrir viðtöku sýslunnar. Fór
hann fyrst til Ólafs móöurbróður sins,
sem þá bjó á Innra—Hólmi. Tók hann
viö erindisbréfi sinu af honum.
Dvaldist Espólin þar i góðu yfirlæti i
nokkra daga. Leysti stiftamtmaður
hann út með 10 dölum og ljósum
gæðingi. Siðan fór Espólin að Leirá,
þar sem Magnús Stephensen bjó. Voru
kynni þeirra frænda ætið sæmileg, en
ekki með öllu græskulaus. Lætur
Espólin Magnús þó yfirleitt njóta
sannmælis, er hann getur hans i ritum
sinum. I „Arbókunum” lýsir hann
Magnúsi á þessa leið: „Var hann
kallaður réttdæmur og vinhollur og
einlægur þeim, sem hann unni, en
nokkuð stór og hlifðist litt við, er svo
bar undir, stil hafði hann lærðan og
orðrikan, en þungan nokkuð . . .
skáldmæltur var hann meira af
lærdómi en náttúru, og fór þó oft
vel . . . .”
Siðast sótti Espólin heim Björn
notarius Stephensen, sem bjó á
Hvitárvöllum. Er Birni þannig lýst, að
hann hafi verið „mikill vexti, sterkur
og gliminn, búsýslumaður, nokkuð
fégjarn, ærið frjáls og ósnotur i
háttum, tryggur maður, en vanvirti
nálega lærdóma alla.”
A Innra-Hóimi hjá Ólali hitti
Espólin og frænda sinn Stefán
Stephensen son Ólafs, og var hann þá
varalögmaður. Höfðu þeir kynnzt, er
þeir voru við nám i Höfn. Stefán var
maður . . . hugfullur og röskur,
skemmtinn og alþýðlegur, einkum i
selskap, mjög hæfilegur til hvivetna,
örr af fé og gestrisinn, snyrtimaður
um allt kænn og mátti venda kápu eftir
veðri......unni nann og visindum, en
þó eigi minna rausn og höfðingsskap,”
éins og segir i ævisögu Espólins.
Af þessu má sjá, að hinn nýskipaði
sýslumaður átti að góðum að hverfa i
nágrenni sinu vestanlands.
En sú varð þó raunin á, að ekki varð
honum þessi sterki frændgarður það
hald og traust, sem vænta mátti, er
hann hafði tekið við embætti. Gekk
honum flest i óhag á Snæfellsnesi. Bjó
hann þar við þröngan kost og átti sér
erfitt uppdráttar.
Fyrsta veturinn var hann á vist með
Stefáni Scheving á Ingjaldshóli.
Fljótlega eftir komu sina að
Ingjaldshóli lét Espólín festa þar upp
gapastokk til þess að hræða Jöklara,
sem honum fundust vera sér þver-
snúnir. Var þar mikið um flakk og
lausamennsku, og voru sýslubúar
„vélafullir og afarþrjózkir við yfirvöld
sin.”
Hefur þá þegar komið i ljós, sem
siðar var almælt, að Espólin var
refsingasamt yfirvald. Atti hann erfitt
með að þola undirsátum sinum
uppivöðslusemi og mótþróa, og er
raunar fullvist, að stundum keyrði
agasemi hans og strangleiki um
þverbak. Kom þar og til, að
sýslumaður var manna fljótfærastur
og skapbráður mjög. Var hann og auð-
trúa og talhlýðinn. Notfærðu
óvildarmenn hans sér stundum þann
ágalla hans. Ekki bætti heldur úr skák,
að hann var fremur illa að sér i lögum,
a.m.k. er hann var nýr i embætti, en