Úrval - 01.04.1973, Qupperneq 109

Úrval - 01.04.1973, Qupperneq 109
JÓN ESPÓLIN 107 en á Snæfellsnesi, þar sem hann haföi vart átt málungi matar, og i Borgar- firðinum, þar sem hann hafði nálega orðið að sitja og standa sem frændur hans, Stefánungar, vildu. Menn- ingarblærinn i Skagafirði nærði nú og gladdi þann fræðineista, sem i Espólin bjó. Var þess ekki langt að biða, að sá neisti yrði að báli. „Snemma beygist krókurinn,” segir gamalt máltæki. Þegar Espólin var unglingur i fööurhúsum, tók þegar að bera á námfýsi hans i sumum greinum, og þá einkum sagnfræöi. Stundaði hann þá mjög að lesa dönsk sagnfræðirit ,,og nam við það dönsku á bókum og mikið af timatali, sótti hann mjög fast þá lesningu, og nálega máttu aðrir eigi skynja, hve mikið yndi hans var af þvi.” Siðan segir litt af þessum hugðarefnum hans, þar til komið er fram að aldamótum 1800. Er sagnritunar hans einna fyrst getið veturinn 1799 — 1800. Segir i ævisögunni: „En það var þenna vetur, að Espólin ritaði heimssögu alla i settu letri, og má kalla keisara eða Rómverjasögur, er það ritverk mikið og nær allt til loka 18. aldar.” Arið 1806 er og haft á orði, að hann hafi haft „starfa eigi all-litinn i sagnfræði og ættvisi, er hann kvaðst hafa verið mest gefinn fyrir.” Sennilegt er, að eftir að hann kom til Skagafjarðar og nær til dauðadags, hafi hann setið þrátt við skriftir. Sótti hann fræðistörfin þvi fastar sem hann eltist. Eftir að hann fékk lausn frá embætti, hefur hann getað helgað sig þeim að mestu. Um ritstörf Espólins hefur prófessor Arni Pálsson ritað góða og skil- merkilega grein: „Um Espólin og Arbækurnar”, og er sú ritgerð formáli að ljósprentaðri útgáfu,,Arbókanna”. Þar eru verkum Espólins, einkum „Arbókunum”, gerð skil út frá bókmenntalegu sjónarmiði. Dr. Jón Þorkelsson ritaði og formála að ævisögu Espólins, svo sem fyrr segir, og er þar m.a. rætt um sama efni. Verður hér að mestu látið nægja að visa til framangreindra rita, hvað varðar bókmenntalegt og sagn- fræðilegt gildi ritverkanna, en hins vegar I stuttu máli talin nokkur rit Espólíns. Merkasta verk Espólins, og jafnframt þar, sem lengst mun halda nafni hans á lofti, eru „Arbækurnar”, eða „Islands árbækur i sögu formi”, eins og þær heita réttu nafni. 1 daglegu tali hafa þær þó lengstum verið kenndar við höfundinn og kallaðar „Arbækur Espólins”. Þar tekur höfundur sér fyrir hendur að rita samfellda sögu íslendinga frá 1262 fram á nitjándu öld. Eins og nafnið gefur til kynna, er sagan i árbókarformi, þ.e. ártalaröðin er notuð sem beinagrind frásagnarinnar á svipaðan hátt og gert er i annálum. Jafnframt þvi að tina til viðburði ýmsa og tiðindi, reynir höfundur að setja fram islenzkar ættartölur. Að mati nútiðarmanna fer ekki vel á þvi, að sliku sé blandað saman um of, en til- gangur Espolins var sá „að sýna ei aðeins hvenær hverir menn voru uppi, sem eitt og annað er af sagt, heldur einnig til hins, að vorrar aldar menn vissi sem gjörst um (sina) forfeður, og hvar þeir voru viðriðnir á þeirri eða hinni tið, þvi að margir af þeim, sem töldust i betri almúgaröð, voru hér málsmetandi menn og forfeður þeirra manna, sem nú eru i höfðingja tölu." Talið er, að Espólin hafi lokið við að rita 1. deild „Arbókanna” árið 1806. Kom sá hluti ritverksins út i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.