Úrval - 01.04.1973, Page 111

Úrval - 01.04.1973, Page 111
JÓN ESPÓLtN 109 manna bezt aö meta fræðistörf hans. „Sýslumaður tók að lesa Gísla Trójumannasögubrot eftir Hómer, er hann hafði þá nýlega islenzkað, kom þá kona Espólins inn i herbergið og mælti bliðlega við mann sinn, að hætta mundi hann verða sögulestrinum, presturinn væri kominn. Sýslumaður mælti: ,,Nú er úti friðurinn, hann fer þá aö tala um horinn i Nesinu.” „Ónei,” kvað hún, „ég set hann á rúmið hjá mér og ber honum mat að borða.” En er prestur hafði heilsaö og sezt til matar, mælti hann: „Bág ætla að verða peningshöldin i Nesinu.” Sýslumaður stökk upp, greip i öxl Gisla (Konráðssonar) og fór meö hann fram i stofu, og las Gisla söguna til kvöldsins.” V Espólin lézt hinn 1. ágúst 1836. Tveim árum áður fékk hann heila- blóðfall og varð allur máttlaus vinstra megin. Náði hann sér þó að mestu eftir þetta áfall. Um mánaöarmótin júli—ágúst 1836 fór hann fram að Viþivöllum til góövinar sins, Pétur pró.fasts Péturssonar, og gisti þar. Virtist hann þá vera hinn hressasti. Sonarson sinn og nafna 11 ára gamlan hafði hann meö sér. Er út á móts við Flugumýri, kenndi sýslumaður skyndilega mikils máttleysis og varö að fara af baki og leggjast fyrir um stund. Komst hann þó á bak aftur, en eigi höfðu þeir lengra riðið en út fyrir Réttarholtslæk, er Espólin treysti sér ekki til að halda lengra. Hlúði drengurinn þar^ að honum eftir beztu getu, en reið siðan i Réttarholt að fá aöstoð þaðan, og siðan fór hann i skyndingu heim að Flugumýri og náði þar I Ara lækni. En hér varð ekki rönd við reist, Espólin var skilinn við, skömmu áður en læknirinn náði til hans. Var nú sent eftir Rannveigu, konu Espólins. Syrgði hún mjög lát bónda sins, og segir i ævisögunni, að svo þungt hafi henni verið, að hún hafi faðmað likiö og kysst. Erfi Espólíns var haldiö á Flugumýri. Bjarni Thorarensen amtmaður, náfrændi hins látna, stóð fyrir útförinni, sem var hin veglegasta. Sigurður skáld Breiöfjörð kvað, er hann frétti lát Espólins: „Lifir dánum orðstir æfa ofar jörð i háu lofi, verkin hans hin visdómsstyrku vara meðal þjóða skara, sendi aftur ossu landi alda stýrir speki valdan þarfan bróður, þarfan fræðum þeim jafnsnjallan, sem er fallinn.” VI 1 „Arbókum” lýsir Espólin sjálfum sér á þessa leið: „Jón Espólin, er þá var kominn til Skagafjarðarsýslu, var haldinn allfróður i mörgu og skáldmæltur, óáleitinn og ófégjarn, hreinlyndur og nokkuð ljós i skapi, heldur hneigöur til drykkju, en vandi sig þó af þvi smám saman, tók nú heldur að krenkjast af iktsýki, hann var þá enn félitill, var og litill búsýslu- maður á heimili, manna hæstur, 73 þumlúngar fullir, og ásjálegur, en sköllóttur snemma, ekki mátti hann sterkan kalla nema i gildara lagi. Gisli Konráðsson lýsir útliti Espólins á þessa leið: „Friður var hann sýnum og mikill vexti, hæð hans var 73 þumlungar, en yfir axlir og brjóst 50 þumlungar að dönsku máli, armaþrekinn, fögur höndin, i smærra lagi eftir vexti og skófætur snotrir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.