Úrval - 01.04.1973, Page 122
120
ÚRVAL
„MANSTU
EFTIR
HREPPASULTINUM
A
VORIN?”
öðru visi mér áður brá.
Heilsuvernd
Iæviminningum sinum lýsir séra
Arni Þórarinsson mataræðinu að
Miðfelli i Hreppum, en þar átti
hann heima frá 1866 til 1877, eða frá 6
til 17 ára aldurs. Hann segir svo:
Mataræði var miklu fábreyttara á
þessum timum en nú ge.rist. Kaffi
tiökaðist ekki á vetrum, haustin eða
vorin nema endrum og eins.
Fyrsta máltið dagsins að vetrinum
var étin klukkan niu til tiu. Hún var
tvær merkur (einn litri) af flóaðri
mjólk með hér um bil einni mörk af
gulrófukáli úti i. Þetta var skammtað i
öskum eins og allur annar spónamatur
og étið með spæni, oftast úr
hrútshorni.....
Næstu máltiðar var neytt klukkan
eitt til tvö. Hún var á vetrum suma
daga harðfiskur og bræðingur og söl,
meðan til entist, aðra saltfiskur og
kartöflur og litið eitt af smjöri með og
stundum kjötsúpa með gulrófum
liklega tveir spaðbitar handa
fullorðnum og einn handa krökkum.
Súpan var alltaf gerð úr vatni og
möluðu bankabyggi.
Siðasta máltiðin var um klukkan
fimm til sex á kvöldin. Þá var flóuð
mjólk með káli eins og á morgnana.
Rúgbrauð sást aldrei nema I
veizlum. Flatkökur voru hafðar á stór-
hátíðunum þremur, einnig á sumar-
daginn fyrsta, á réttardaginn á
haustin og einu sinni á dag allan túna-
sláttinn, en hann stóö að jafnaði hálfan
mánuð i venjulegu tiðarfari.
Á vorin var oft hart i ári og fólk
vanalega tekið að verða guggið i útliti,
þegar fram á leið. Þá voru kýrnar
farnar að fornbærast, svo að mjólkur-
máltiðinni með kálinu varð að sleppa á
morgnana. Þess i stað var gerður
þykkur bankabyggsgrautur með
mjólk i. Miðdegismatur var þá enginn,
en flóuð mjólk með káli á kvöldin. En
svo bar það við, að hafður var
harðfiskur eða harðir þorskhausar og
söl og bræðingur i staðinn fyrir banka-
byggsgrautinn á morgnana. Ýmsir,