Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 8
Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu. voru kökurnar allar dásamlega fallegar. Húsið var allt hreingert, loft og veggir þvegnir og vil ég segja frá því að þegar eldað var við eld sem brann í eldavélinni í eldhúsinu myndaðist óneitan­ lega sót og reykur, einnig kom reykur af olíulömpum og kerta­ ljósunum svo umhverfi varð óhreinna en gerist þegar eldað er með rafmagni og rafmagns­ ljósin lýsa eins og gerist í dag. Síðast voru gólfin skúruð vel og vandlega. Þegar jólahátíðin gekk í garð var allt svo skínandi hreint og ilmandi fínt. Það var venja hjá pabba að slátra lambi dagana fyrir jólin svo það væri til nýtt kjöt í jólasteikina. Á jóladag var svo borðað hangikjöt, hangi­ kjötið var heima gert, kind hafði verið slátrað um haustið og síðan reykti pabbi kjötið í kofa sem stóð austur á túninu heima. Þegar búið var að borða á aðfangadagskvöld fórum við inn í stofu, þar var búið að skreyta jólatré sem var lítið gervitré með gervi greni. Kerta ljós voru sett á greinar þess og kertin voru oft í fjölbreyttum litum og fleira skraut var sett á tréið, ég man eftir jólapokum sem voru gerðir heima úr pappír. Það var ekki mikið um gjafir en pabbi og mamma gáfu öllum börnunum bækur þeim var ekki alltaf pakkað inn, pabbi hafði skrifað nöfnin okkar á bækurnar og gekk á milli okkar og afhenti hverjum sína bók kyssti okkur á kinnina og óskaði okkur gleðilegra jóla. Að þessu loknu gengum við í kringum jólatréð héldumst í hendur mynduðum hring kringum tréið og sungum jólasálmana Heims um ból, Í betlehem er barn oss fætt, Í dag er glatt í döprum hjörtum og söngvana sem enn eru sungnir eins og Gekk ég yfir sjó og land, Tíu litlir negrastrákar og Göngum við í kringum og margt margt fleira. Það var sannarlega hátíðar­ stemning í litlu stofunni heima, ljósin á olíulampanum voru slökkt á meðan kertin á jóla­ trénu brunnu niður og lýstu okkur og veittu hátíðleika, helgi og frið. Allir fengu epli á að fanga dags kvöld. Að þessu loknu var hitað súkkulaði og kökurnar sem bakaðar höfðu verið voru bornar á borð inn í stofu og smökk uðust alveg dásam lega vel. Árin liðu hratt. Ég flutti í Rif, giftist manninum mínum Kristni Jóni Friðþjófssyni. Margt hefur breytst frá því ég man fyrst eftir mér um jól. Rafmagn er all staðar allskonar heimilis­ tæki á hverju heimili. Bakar­ ofninn og saumavélin eru tölvu­ stýrð og ef mig vantar uppskrift að nýjum kökum sest ég við tölvuna og leita á Google að því sem mig vantar að vita. En ég hef haldið áfram að undirbúa jólin á þann hátt sem fyrrum tíðkaðist að hafa heimilið hreint og baka smákökur, ég saumaði fötin á börnin mín fyrir jólin, þegar þau voru lítil. Við hjónin eignuðumst sex börn, þau voru í aldursröð Bergþór, hann lést sjö ára gamall svo kom Erla, Kristjana, Bergþóra, Halldór og Alexander Friðþjófur. Góði lesandi þetta eru aðeins smá minninga brot sem gefa innsýn á þær miklu tækni fram­ farir sem orðið hafa á minni æfi. Ég vil færa ykkur öllum ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Málverk af bænum Stakkhamri. Þorbjörg og Kristinn Jón ásamt börnum sínum.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.