Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Page 10
Sjávarsafnið á Norðurtanga í
Ólafsvík hefur nú formlega
verið lagt niður en lítil starfsemi
hefur verið undanfarin ár og
ljóst fyrir nokkru að ekki yrði
rekið safn í húsinu. Þótti stjórn
safnsins því eðlilegt að þeir
fjármunir sem eftir stæðu,
þegar búið væri að greiða
skuldir safnsins og kostnað við
að loka því, yrðu látnir renna
aftur til samfélagsins. Megin
ástæða þess er að uppbygging
og rekstur safnsins hefur frá
upphafi verið fjármagnaður
með styrkjum frá opinberum
sjóðum og Snæfellsbæ auk
ómetan legs stuðnings fyrir
tækja, félagasamtaka og ein
staklinga.
Voru styrkirnir af hentir laugar
daginn 15. des em ber síðastliðinn
í húsinu Kalda læk í Sjó manna
garðinum í Ólafsvík. Í ræðu
sinni við þetta tækifæri sagði
Jóhannes Ólafsson frá því að
sjávar safnið var stofnaði í októ
ber árið 2000 og hófust fram
kvæmdir í byrjun árs 2001.
Boruð var borhola til að fá sjó
inn í húsnæði safnsins og
smíðuð þrjú 4500 lítra búr og
tvö 1.500 lítra búr. Var fljótlega
bætt við nokkrum minni búrum
fyrir smærri lífverur úr sjó og
fjöru. Hafi til að byrja með
gengið erfiðlega að fá fiskana til
að lifa en með góðum vilja,
frjóu ímyndunarafli og samstarfi
við líffræðinga voru fundnar
lausnir sem skiluðu árangri.
Hafði stjórn safnsins uppi
stórar hugmyndir um safn að
erlendri fyrirmynd en til að þær
hefðu getað gengið eftir hefði
safnið þurft að hafa mjög mikið
fjármagn sem það hafði ekki
aðgang að.
Gerði stjórn safnsins
ítrekaðar tilraunir til að fá
menn ingar eða ferða þjónustu
tengda starfsemi í húsið. Gekk
það ekki eftir og húsið því sett
á sölu og fékkst kaupandi að
því í haust.
Styrktu verkefni um 5 milljónir
Þau málefni sem fengu styrk að þessu sinni voru:
Sjómannagarðurinn í Ólafsvík, 4 .000.000 vegna breytinga í garðinum.
Ólafsvíkurkirkja, 500.000 í sjóð til að bæta aðgengi fatlaðra.
Uppbygging Ólafsvíkurréttar 300.000 til áframhaldandi uppbyggingar.
Hesteigendafélagið Hringur 200.000 til uppbyggingar reiðhallarinnar.
Kæru vinir og vandamenn
Óskum ykkur gleðilegrar hátíðar
og þökkum hlýhug og vináttu
við andlát ástkæru móður okkar,
tengdamóður, ömmu og
langömmu
Láru Jónu Ólafsdóttur.
Kær kveðja,
aðstandendur
Á myndinni eru frá vinstri Svanhildur Egilsdóttir, Jenný Guðmundsdóttir og Jóhannes Ólafsson úr stjórn Sjávarsafns-
ins, Guðrún Tryggvadóttir fulltrúi Ólafsvíkurréttar, Gunnsteinn Sigurðsson sóknarnefndarformaður Ólafsvíkursóknar,
Sölvi Konráðsson fulltrúi Hrings og Illugi Jens Jónasson úr stjórn Sjómannagarðsins.