Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Side 32

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Side 32
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað í Sjómannagarðinum á Hellissandi undanfarin ár og hefur safnið fært sig í nútímalegri búning. Nú síðast var það styttan Jöklari sem var flutt til Þýskalands í betrum­ bætur. Það er slysavarnardeildin Helga Bárðardóttir sem á styttuna og var hún vígð árið 1974. Skúlptúrverkið er eitt af elstu verkum listamannins Ragnars Kjartanssonar og jafn­ framt hans hugstæðasta verk þar sem hann fæddist og ólst upp við sjósókn á Snæfellsnesi. Styttan hefur ávallt sett sterkan svip á Sjómannagarðinn og er minnisvarði um sjómenn frá Hellissandi og Rifi sem hafa farist á sjó. Jöklari var upphaflega steyptur í epoxý, en það hefur ekki dugað betur en svo að nú liggur styttan undir skemmdum. Stendur því til að steypa hana í brons sem ætti að varðveita og hlífa henni um ókoma tíð. Það voru Jón ,,smiður”, Árni Jón og Vélsmiðjan Fönix sem tóku þátt í framkvæmdinni. Verkefni sem þetta er kostnaða rsamt og unnið í sjálf­ boða vinnu. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið er bent á reikningsnúmer Svd. Helgu Bárðardóttir kt. 661090­2009 rk. 0190 – 15 – 380046 Með fyrirfram þakklæti F.h. Svd. Helgu Bárðardóttir Albína Gunnarsdóttir og Aðal- heiður Aðalsteinsdóttir Jöklari fer í brons Snæfellingum sendum við óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Tanlæknastofa Ara Bjarnasonar Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á líðandi ári. God jul og godt nytt år. Vi takker for samarbeidet i året som gikk. Merry christmas and a happy new year. Thank you for enjoyable moments in the passing year. Wesołych Świąt i szczęśliwego nowego. Dziekujemy za owocna wspolprace w 2018 roku i mamy nadzieje ze przyszly rok bedzie rownie udany Счастливого Нового Года и светлого Рождества!! С благодарностью за сотрудничество и совместную работу в прошлом году, Jólakveðja – Julehilsen • Christmas greeting • życzenia świąteczne - Поздравления с Рождеством!

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.