Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 10

Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 10
10 Þ J Á L F I Mjöll og* Drífa í barnatímuiram Þegar ég á sunnudagsmorgnana les í blöðum, að Mjöll og Drífa eigi að skemmta í barnatímunum, þá hlakka ég alltaf mjög mikið til. Þær spila og syngja svo vel og skemmtilega, og lögin, sem þær velja, kannast flest öll börn við. Ég man svo vel eftir síðasta barnatímanum, sem þær skemmtu í, það var leikrit um Gilitrutt. Það var svo gaman bæði að leikritinu og ekki síður að söngvunum, sem þær sungu. Þó var skemmtilegastur barnatíminn, sem þær höfðu fyrir jólin. Þær kunnu þessi kynstur af jólasveinavísum, sem þær sungu, og sögum, sem þær sögðu. Fjörugri barna- tíma hef ég varla heyrt. Svona gæti ég talið upp lengi, því að ég hef ekki misst af neinum barnatíma, sem Mjöll og Drífa hafa skemmt í. Ég vona, að þær komi í útvarpið sem allra fyrst aftur og sem oftast. Kristln Kjaran. Kátur Þetta skeði, þegar ég var 6—7 ára gömul. Ég var þá nýflutt í sumarbústað, sem er í Kópavogi. Digranes er þar skammt fyrir ofan. Maðurinn, sem átti Digranes, hét Jón. Hann átti tík, sem var mjög falleg, og hann sagði okkur stundum, að hann ætlaði að gefa okkur hvolpinn hennar. Svo bar það til eitt sinn, er við vorum að leika okkur á blettinum við sumarbústað, sem hann hirti alltaf heyið af, að hann kom með hvolpinn. Við skírðum hann undir eins Kát. Við vor- um öll í sjöunda himni. Við lékum okkur eiginlega alltaf saman, þegar við gátum, en hann hændist mest að bróður mínum og elti hann um allt. Einu sinni var hann að reka hesta fyrir ofan bæinn, þá sneri einn hesturinn sér skyndilega að hvolpin- um og sló til hans með annarri löppinni, sem lenti beint framan í hann, og hann meiddist nokkuð mikið. En honum batnaði samt eftir nokkurn tíma. Þegar við fluttum úr sumarbústaðnum, gátum við ekki tekið Kát með okkur. Átti hann að vera um vet- urinn á bæ, sem heitir Fífuhvammur. En daginn eftir að við fórum, strauk hann, og höfum við ekkert af honum frétt síðan. Herdís Tryggvadóttir. Sunnudag nokkurn á síðastliðnu sumri fórum við nokkrar stelpur suður í Hafnar- fjörð. Fyrst fórum við með strætisvagni að Álftanesveginum og gengum svolítið út eftir nesinu. Við fundum okkur laut dálítið frá veginum. Borðuðum við þar og lékum okkur nokkra stund. Síðan fórum við gangandi til Hafnar- fjarðar. Gengum við inn í Hellisgerði, og fórum við um garðinn. Garðurinn er mjög fagur. Þar er mikið af trjám bæði stórum og smáum, og einnig blóm í hraungjótum og lautum inn á milli hraunhóla og dranga. Finnst mér mjög skemmtilegt að ganga um garðinn og skoða hann. Það var yndislegt veðrið allan daginn, logn og sólskin. Við skemmtum okkur ágætlega þennan dag og komum heim um kl. 8 um kvöldið. Jakobína U. Arnkels. Munið — Magasin Pósthússtrœti 9 „ Hellisgerði skoðað

x

Þjálfi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.