Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 5

Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 5
1941 ÞJALFI Reykjavík - Apríí Þjálfi er gefinn út af 12 ára bekk B í Miðbæjarskólanum til ágóða fyrir ferðasjóð bekkj- arins. Öll börnin í bekknum — 33 — skrifa í blaðið. Þrítugasti og fjórði höfundurinn, sem í blaðið ritar, hefur verið í bekknum undanfarna vetur, en er nú ekki í bænum, en vildi samt vera með í fyrirtækinu. Plest öll börnin hafa sjálf valiö sér efnið, sem þau skrifa um. Upphaflega var til þess ætlazt, að myndir fylgdu mörgum ritgerðunum, en frá því varð að hverfa að mestu vegna þrengsla. Kostnaöar vegna var ekki hægt að hafa blaöið stærra. Þess ber að geta og þakka alveg sérstaklega, að faðir eins barnsins í bekknum hefur lofað að styrkja blaðið allverulega fjárhagslega. Er ekki víst, að lagt hefði verið í útgáfu þess án þess loforðs. Þjálfi þakkar öllum, er stutt hafa að útkomu hans. Hann biður lesendurna að færa til betri vegar það, sem miður er um efni og útlit. Kennarinn. JSTonni fer 1 STeit. Nonni átti að fá að fara í sveit næsta sumar. Hann hafði aldrei farið í sveit áður. Hann hlakkaði mjög mikið til. Nonna var farið að leiðast að bíða eftir deginum þeim arna. Loksins rann sá dagur upp. Það var glaða sólskin og ofurlítil gola. Nonni stóð feröbúinn á tröppunum heima hjá sér og beið eftir bílnum. Bíllinn kom og Nonni kvaddi pabba og mömmu og steig síðan upp í bíli'nn. Bíllinn þaut áfram, og ekki leið á löngu, þar til hann var kominn út fyrir borgina. Þá tók við fögur sjón. Fjöllin langt 1 fjarska með snjó í toppinn. E. t. v. fer ég bak við þessi fjöll, hugsaði Nonni. Það væri gaman að vita, hvað væri þar á bak. við. Nonni horfði út um glugga bílsins og sá fallega sveitabæi og kýr og kindur og fleira. Bíllinn þaut áfram. Loks nam bíllinn stað-

x

Þjálfi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.