Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 17

Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 17
Þ J Á L F I 17 ist út í lækinn og sátan önnur með mér. Á sunnudögum fórum við ríðandi í berja- mó. Stundum, þegar húsfreyjan var að strokka, stóð ég fyrir framan strokkinn og lét rjómann slettast á mig og boröaði svo. Þegar ég fór heim, fór ég ríðandi út á veg á hesti, sem mér þótti mjög vænt um. Hann hét Trausti. Kristln Þórðardóttir. Stjarni í sveitinni, þar sem ég var í sumar, var hestur rauður á litinn. Hann hét Stjarni. Mér þótti afar vænt um hann. Þegar ég fór eitthvað, reið ég honum alltaf. Stund- um fékk ég að gefa honum svolítinn brauð- bita. Þegar hann fann lyktina, kom hann til mín og át úr lófa mínum. Hann er mjög gæfur og lofar alltaf að ná sér og gæla við sig. Stundum er hann óþægur og vill ekki láta setja upp í sig beizlið. Þegar ég ríð honum með öðrum hestum, vill hann alltaf vera fyrstur. Stjarni er nú orðinn 18 vetra. Anna Bjarnadóttir. Hetja • Hetja var bara kanína, en stór og fall- eg, mórauð á lit. Hún átti vanalega 7— 10 unga og kom þeim vel upp. Einu sinni var hún með 9 unga. Þeir voru orðnir tveggja mánaða gamlir og farnir að fara út úr búrinu með mömmu sinni og skoða sig um á gólfinu. Pabbi minn var að gefa kanínunum kvöldmatinn. Var hann að láta korn í langt og mjótt ílát, svo að Hetja gamla kæmist að með ungana sína. Svo fór Hetja að smala saman ungunum, og virtust þeir allir gegna að fara inn í búrið. Þá tók pabbi eftir því, að Hetja var ekki farin að borða, en var að snúast utan um hann og þvældist fyrir honum. Þótti honum þetta skrítið, svo að hann tók hana og lét hana inn í búrið, en lok- aði aðeins lauslega fyrir og hélt svo áfram að gefa hinum dýrunum. En brátt var Hetja komin aftur og var miklu áfjáðari að snúast utan um hann og krafsaði í fötin hans. Pabbi fór þá að gæta í búrið og taldi ungana. Voru þeir ekki nema 8, vantaði einn. Fór hann að leita milli búr- anna, en fann ekki ungann. En í einu horninu voru spýtur, og datt honum í hug að leita þar. Fann hann þá ungann. Var hann fastur milli spýtnanna. Tók pabbi hann og lét hann í búrið, og fór Hetja á eftir og þefaði vandlega að hverjum unga. Þegar hún var búin að því, var hún hin ánægðasta. Þetta sýnir, að kanín- urnar eru ekki eins heimskar og þeim er brugðið um. Svanborg Karlsdóttir. Landnemar Einu sinni voru hjón, sem áttu heima í fiskiþorpi nokkru hér á landi. Maðurinn hafði stundað fiskiveiðar, en konan ann- aðist heimilisstörfin. Nú hafði maðurinn verið atvinnulaus um tíma. Eitt sinn, er Jón kom heim, en svo hét maðurinn, tók konan hans eftir því, að hann var eitthvað svo hugsandi. Hún spurði hann, hvað hann væri að hugsa um. Þá sagði Jón: „Við verðum að flytja héðan og fara þangað, sem við getum fengið eitthvað að gera. Ég hef heyrt, að sumir þeirra, sem hafa flutt til Canada og numið land þar, hafi orðiö rkir og liðið vel þar.“ Það varð úr, að þau ákváðu að flytjast búferlum til Canada. Hann sá, að hann átti nóg fyrir fargjaldi þangað. Þegar til Canada kom, fékk Jón undir eins leyfi til að nema land langt inni í landi. Skipið, sem þau voru með, fór til Halifax. Þaðan fóru þau með járnbraut

x

Þjálfi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.