Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 11

Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 11
Þ J Á L F I 11 MorgTmninn 10. maí 1940 Um kl. 8 10. maí vaknaði ég við suð úti fyrir. Ég hljóp út í glugga og sá flugvél á sveimi yfir borginni. Síðan varð mér litið niður að höfn, þar lágu nokkur herskip. í því kom leiksystir mín inn til mín og sagði mér, að brezkur her hefði hertekið landið í nótt. Ég flýtti mér í fötin og fór að þýzka ræðismannsbústaðnum, en þar var fyrir fjöldi af brezkum hermönnum. Ég stóð þar á að gizka klukkutíma. Steig þá þýzki ræð- ismaðurinn ásamt fjölskyldu sinni upp í bíl. Var hann sjálfur í fremsta bílnum ásamt yngri dóttur sinni og konu, en eldri dóttir hans og einhver maður voru í næsta bíl á eftir. Þar á eftir fóru margir bílar með farangur þeirra. Ég gekk á eftir bíl- unum niður að höfn. Þar var allt á tjá og tundri. Hermenn á fleygiferð með poka á bakinu og annað þess háttar. Ég horfði á þetta svolitla stund, en síðan gekk ég upp í Miðbæinn. Þar voru hermenn á víð og dreif. Á einum stað voru strákar að reyna að láta þá skilja íslenzku á einhverjum miða, sem á var ritað um innrás Þjóðverja í Holland og Belgíu. Mér fannst þetta hafa verið óvenjulegur morgunn og margt nýstárlegt borið fyrir augu. Þorbjörg Pétursdóttir. I Leiðin liggur um Hafnnrstrœti / i EDINBORG Páll litli: Pabbi, úr hvaða veiki dó Dauða- hafið? Æðey Myndin á fyrstu síðunni átti að fylgja þessari grein, en reyndist of stór til þess. Ég hef dvalið nokkur sumur í Æðey, og ég ætla að segja dálítið frá eyjunni. Æðey er á ísafjarðardjúpi. Eyjan er lengri frá norðri til suðurs. Norðari hlutinn af eyj- unni er beitiland. Hinn hlutinn, sem kall- aður er Suðureyja, er tún og engi. Æðey er mjög mishæðótt. Stærsti hóllinn heitir Kríuhóll, en sá hæsti Stóra-Borg, og er það eini staðurinn, sem sjór sést frá allt í kring um eyjuna. Meir en helmingur strandlengjunnar eru klettar. Inn í eyj- una skerst vík, og í mynni hennar eru tveir hólmar, er mynda þarna höfn. Við þessa höfn standa húsin. Æðey er að- eins ein jörð, en auk þess er þar sumar- bústaður. í Æðey er enn fært frá. Það er venjulega fært frá 40—50 ám, og eru þær mjólkaðar í kvíum allt sumarið. í Æðey er mjög mikið æðarvarp. Þegar farið er í dúnleitarnar, hefur hver maður poka, sem hann safnar í dúninum, og körfu, sem hann safnar í eggjum. Stundum finna menn unga, sem æðarkollan hefur yfir- gefið, Eru þeir þá teknir og látnir í fóstur til annarrar kollu. Æðarfuglinn er mjög spakur þarna, t. d. verpir æðarkolla alltaf í sama hreiðrið, alveg við húsið. Á eynni er einnig mjög mikið kríuvarp. í Æðey eru hvorki rottur né kettir. Ása Guðjónsdóttir. Anna og Tryg'g’ur Anna litla var fimm ára gömul. Hún var með ljóst hrokkið hár. Hún átti heima í afskekktum dal milli hárra fjalla. Aðal leikstaður hennar var uppi í hlíðinni, þar var hún með Trygg sínum, þegar veður leyfði. Einu sinni sem oftar var Anna og Tryggur að leika sér uppi í hlíð. Anna var orðin þreytt á leiknum, og hana langaði til að tína blóm. Tryggur lagðist niður hjá

x

Þjálfi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.