Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 16

Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 16
16 Þ J Á L F I Þær leika sér dálitla stund. Sigga: Nú ætla ég að fara að læra. Tóta: Nei, nei, hvað heldurðu, að þú þurfir alltaf að kunna svona vel í skól- anum. Sigga: Við kunnum aldrei of mikið. En á ég ekki að sýna þér, hvað við eigum að læra heima. Tóta: Jú annars, gerðu það. Sigga: Nú veiztu, hvað við eigum að læra. Tóta: Ég ætla að koma í skólann á hverj- um degi hér eftir, vertu sæl. Sigga: Vertu sæl. Guðrún Guðmundsdóttir. Skemmtiferð Sumarið 1940 var ég í sveit á Reykjum í Mosfellssveit. Eitt sinn var öllu fólkinu þar boðið í ferðalag austur að Laugarvatni, Sogsvirkjuninni og Þingvöllum. Átti þetta ferðalag að vera í staðinn fyrir töðu- gjöldin. Var lagt af stað á laugardagsmorg- un í tveimur bílum, einum litlum og einum stórum, og farið fyrst austur að Laugar- vatni. Var drukkið þar kaffi og kökur með. Skoðuðum við þar hver einn, sem er skammt utan við húsið. Sumir fóru líka á bát út á vatnið. Næst var farið að Sogs- virkjuninni, og skoðuðum við þar stífluna. Við stóðum lítið við þar en héldum áfram til Þingvalla. Borðuðum við þar kvöldverð, og fengum vínber á eftir. Fór ég á eftir upp í Almannagjá og upp að Öxará. Seinna um kvöldið var haldin skemmtun í Valhöil. Var dansað þar og haldið bögglauppboð. Ekki bauð ég í neitt, af því að ég hafði ekki neina peninga með mér. Við krakkarnir vorum látin fara heim í litla bílnum á und- an fullorðna fólkinu, af því að það vildi vera þangað til skemmtunin var búin, en við máttum ekki vera svo lengi. Við komum heim fyrri hluta nætur. Fór ég þegar í stað Glói Glói átti heima á Skarðshömrum í Norð- urárdal. Hann var mjög vitur. Það var einn dag, að húsbóndinn ætlaði að fara til Borgarness. Glói var vanur að elta hann, hvert sem hann fór. En í þetta sinn var hann lokaður inni í kompu. Þegar var liðið fram á miðjan dag, var Glóa sleppt út. Þegar kvölda tók og var orðið dimmt, komu margir bílar með ljósum eftir veginum, en Glói sat og beið og horfði á bílana. Allt í einu stökk Glói niður að einum bílnum. Hann geltir og geltir, en bíllinn heldur áfram, unz hann stazar hjá bænum. Var þá húsbóndinn í þeim bíl. Fólkinu á bæn- um þótti þetta mjög undarlegt, að Glói stökk niður að þessum bíl, en ekki hinum. Bjarni Nikulásson. í sveitinni Þegar ég fór fyrst í sveit, var ég fjögra ára gömul. Ég fór austur í Land, bærinn hét Efra-Sel. Ég fór með mömmu minni og systur minni. Mamma mín gekk að hey- vinnu, en systir mín hjálpaði húsfreyjunni inni við. Hestur húsbóndans hét Gráni. Ég hélt mikið upp á hann. Alltaf, þegar hús- bóndinn kom heim á hestinum, hljóp ég á móti honum niður traðirnar og kom með honum heim. Þegar verið var að hirða, sat ég alltaf ofan í milli. Einu sinni reið ég ofan í milli, þá kom ég eitthvað við einn hestinn, og þá sló hann mig, og það sprakk fyrir á augabrúninni á mér. Stundum færði ég kaffið á engjar, þar sem stutt var. Einu sinni sat ég ofan í milli, fór þá lestin yfir lítinn læk, þá kippti hesturinn í, sem var aftan í hestinum, sem ég sat á, og ég hent- að hátta, þreyttur en ánægður eftir við- burðaríkan og skemmtilegan dag. Guðmundur Pálmason.

x

Þjálfi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.