Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 7

Þjálfi - 01.04.1941, Blaðsíða 7
ÞJÁLFI 7 En er ég kom aftur út, var Gutti allur á bak og burt, svo að' ég lét diskinn eiga sig. Bjóst ég við, að Gutti myndi háma í sig af honum,er hann kæmi auga á hann. En svo varð þó ekki, því að um kvöldið, er ég kom heim, var grauturinn ósnertur, en Gutti var þó að vappa um rétt hjá. Er ég skrapp út rétt á eftir, sé ég, að snúningadrengurinn hefur komið með vagnhestinn heim. Vagn- hestur þessi var notaður til aö flytja mjólk fram á þjóðveginn. Var hesturinn að sötra í sig grautinn hans Gutta, en Gutti ýlfraði, skrækti og hljóp í kring í dálítilli fjarlægð. En hesturinn var hinn rólegasti, þar til hann var búinn með grautinn, og fór þá út á tún að bíta gras. En Gutti var geðvondur yfir því, að hann gat ekki unnt öðrum að njóta þeirra gæða lífsins, er hann sjálfur kæröi sig ekkert um, vegna þess að hann vissi, að margt annað betra var til. Anna Sœbjörnsdóttir. (3rrasaferð Sumarið 1940 var barnaheimili að Laug- um í Þingeyjarsýslu. Það voru nærri því hundrað börn þar. Einn dag var okkur sagt, að við ættum að fara í grasaferð. Veður var ágætt. Þaö hafði rignt dálítið áður en við fórum, en það var hlýtt og gott að tína fjallagrös. Þegar klukkan var að verða 1 y2, og við höfðum lokið við að klæða okkur heppilega í gönguferðina, fengum við mjólk að drekka og lögðum síðan af stað. Við gengum upp dálítið hátt fjall og hvíldum okkur einu sinni á leiðinni. Þegar við vorum komin upp, þá fórum við að tína. Þarna var heilmikið af fjallagrösum. Útsýnið var fallegt. Við sáum fjöllin í kringum Mývatns- sveit og marga bæi í Reykjadalnum með grænu túnunum í kring. Þegar klukkan var að verða fjögur, þá flautuðu kennar- arnir í okkur. Við söfnuðumst nú saman Ræning’jar á næsta grösnm Þegar ég var búsettur í Kína, átti ég heima í bæ, sem heitir Tengshow. Þar voru engir aðrir útlendingar en foreldrar mínir og við systkinin. Sextíu km. frá Tengshow er stór verzl- unarborg, sem stendur á bökkum Han- fljótsins, og heitir Láhokow. í þessari borg eru þrjár norskar kristniboðsstöðvar, og þar var heimavistarskóli fyrir börn norsku kristniboðanna. Við vorum í þessum skóla, elzta systir mín og ég. Okkur þótti gaman í skólanum. En mikið hlökkuðum við þó til jólanna, því að þá fengum við að fara heim. Síðasta veturinn okkar í Kína voru svo miklar ræningjaóeirðir, að allir héldu, að við gætum ekki farið heim um jólin. Ræn- ingjarnir tóku stundum mörg hundruð fanga, og þá líka börn, og létu svo ríka ættingja þeirra leysa þá út fyrir peninga. En það varð þó úr, að við fórum, og það gladdi okkur mjög. Við vorum alls sjö, tvæi kennslukonur og fimm börn. Við leigðum tvo vagna til ferðarinnar. Voru þrír múl- asnar fyrir hvorum. Vegirnir voru slæmir. Fyrsta daginn komumst við ekki nema til þorps, sem heitir Lingjapa og er miðja vegu milli Tengchow og Láhokow. Þar er aukastöð frá kristniboðsstöðinni í Teng- og settumst niður. Svo komu kennararnir með brauð og kökur og gáfu okkur. Þegar við vorum búin að borða, héldum við áfram að tína. Svo fórum við heim. Við hlupum niður brekkurnar á harðaspretti með grasa- pinklana okkar. Þegar við komum heim, þá var klukkan að verða sex. Það voru víst allir vel matlystugir um kvöldið eftir fjall- gönguna. Hanna Arnlaugsdóttir.

x

Þjálfi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.