Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Side 3

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Side 3
„Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs” (Lúk 2.11) Kæru vinir og nágrannar. Hver er hinn eini sanni jólaandi og hvernig förum við að því að eignast hann? Sjálfsagt eru alls kyns svör til við þeirri spurningu en mig langar hér til þess að skoða hvernig Charles Dickens nálgaðist hana í jóla- ævintýri sínu. Jólaævintýri Dickens gerist á aðfangadegi jóla í samtíma hans í Lundúnum 19. aldar. Þar segir frá geðstirða nískupúkan- um Skröggi. Skröggur er ótta- legur leiðindakall sem hefur engan áhuga á jólunum sem honum finnst hin mesta tíma- og peningasóun. Hann hefur heldur engan áhuga á því að verja tíma sínum í samvistir með skyldfólki sínu um jólin og þegar hann er beðinn um að gefa í söfnun fyrir þörfum fá- tækra bregst hann hinn versti við og harðneitar að láta neitt af hendi rakna. Það er síðan bara með mikilli ólund að hann leyf- ir skrifstofumanninum sínum, Bob Cratchit sem vinnur fyr- ir hann á lúsarlaunum, að fara örlítið fyrr heim þennan dag til þess að halda jólin hátíðleg. Á jólanóttina vitjar draugur Marleys Skröggs en Marley hafði áður verið viðskiptafélagi hans. Draugurinn reikar um jörðina hlekkjaður með þungum keðj- um við kassa af peningunum sem hann nurlaði saman á æfi sinni sem einkenndist af eig- ingirni og græðgi. Marley seg- ir Skröggi að hann fái aðeins eitt tækifæri til þess að forð- ast sömu örlög. Hans verði nú vitjað af þremur draugum og hann verði að hlusta vandlega á þá ef hann vill komast hjá því að dæmast til að burðast sjálfur með enn þyngri keðjur. Fyrsti draugurinn, draugur liðinna jóla minnir Skrögg á það hvernig hann hafði breyst í gegnum ævina úr saklaus- um góðum dreng í ömurlegan aurapúka sem elskaði pen- inga meira en nokkuð annað. Draugur núverandi jóla sýnir síðan Skröggi jólagleðina hér og þar í borginni og síðan fær Skröggur að sjá jólin á heim- ili Bob Cratchit þar sem yngsti sonur hans, hann Tim litli er alvarlega veikur. Draugurinn segir Skröggi að Tim litli muni deyja nema eitthvað verði til að breyta atburðarásinni eins og hún stefnir nú. Síðasti draugurinn er draug- ur jóla framtíðarinnar. Þar sér Skröggur eigin útför þar sem ekki nokkur maður syrgir hann og öllum peningunum hans er stolið. Skröggi er illa brugð- ið og finnst vont að átta sig á því að það er enginn sem á eft- ir að sakna hans. Þá fær Skrögg- ur að sjá Bob Cratchit og fjöl- skyldu hans syrgja Tim litla og loks fær hann að sjá gamla van- hirta gröf þar sem legsteinninn ber nafn hans sjálfs. Að lokum heitir tárvotur Skröggur því að bæta ráð sitt. Á jóladagsmorgun vaknar Skröggur breyttur maður. Hann leggur dágóða upphæð í söfn- unina sem hann vildi ekki gefa neitt í daginn áður og send- ir stóran kalkún heim til Bob Cratchit. Síðan eyðir Skröggur því sem eftir er dagsins með því að fara í jólaboð hjá Fred sem var systursonur hans. Daginn eftir lætur Skröggur Cratchit fá væna launahækkun og smám saman eignast Skröggur fallegt samband við Tim litla. Upp frá þessu lifir Skröggur lífi sínu í hinum sanna jólaanda og kem- ur fram við alla af gæsku, örlæti og kærleika. Boðskapurinn í sögu Dickens er augljós. Lífi sem er varið í sjálfselsku og græðgi er öm- urlegt og leiðir til beiskju, ein- manaleika og óhamingju en líf sem er lifað í kærleika og um- hyggju fyrir öðrum er bæði fal- legt og hamingjuríkt. Auðvitað getum við öll séð í hendi okkar að boðskapur- inn er bæði góður og sannur. Á honum er hins vegar einn mik- ill hængur. Það er hægara sagt en gert að vakna einn góðan morgundag og lifa síðan kær- leiksríku lífi upp frá því. Þótt við séum öll af vilja gerð reynist okkur afar erfitt að gera allt rétt í eigin mætti. En góðu fréttirnar eru fólgnar í hinum sanna boð- skap jólanna að „yður er í dag frelsari fæddur“. Á jólum fögnum við því að Guð gerðist maður. Ljós hans getur lýst inn í myrkur eig- ingirninnar, græðginnar og óréttlætisins sem leynist innra með okkur öllum og með trú á Krist hljótum við ekki aðeins fyrirgefningu þessara bresta okkar heldur líka hjálp hans til að umbreytast eins og Skrögg- ur gerði. Guð gefi okkur öllum náð til þess að taka við jólaljósinu sanna, Jesú Kristi. Gleðileg jól, Séra Ægir Örn Sveinsson, Ólafsvík. Jólahugvekja Draugur Marleys vitjar Skröggs, teikning frá 1843 eftir John Leech.

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.