Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Qupperneq 6

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Qupperneq 6
yfir ána þar sem gott var að vaða á milli skara. Bíllinn var stór Dodge Wea- pon og var hann fylltur af fólki í Svínafelli áður en haldið var austur að Hofi. Það voru bekk- ir langsum aftur í bílnum og fullorðnir sátu undir börnun- um. Það voru þrír bæir í ábúð á Svínafelli á þeim tíma og var fólkinu þaðan komið fyrir í þess- um bíl. Það eru tvær jökulár á milli Svínafells og Hofs, báðar óbrúaðar í þá daga, Virkisá og Kotá, auk minni lækja sem þóttu ekki vera neitt stór vandamál. Það þurfti að brjóta skarir við bæði Virkisá og Kotá, til að koma bílnum yfir. Víðförull jólasveinn Við komum að Hofi um kl. 6-7 um kvöldið. Þá var fólk úr sveitinni að streyma að. Þegar við komum inn í samkomusalinn blasti við stærðarinnar jólatré með logandi kertum. Tréð stóð á litlu borði í salnum og sýndist miklu stærra fyrir vikið. Undir borðinu voru nokkrar fötur full- ar af vatni til öryggis ef kveikna skildi í, út frá kertunum. Við einn vegginn var stórt og mik- ið fótstigið orgel og við það settist organisti kirkjunnar, Páll Björnsson frá Fagurhólsmýri og fór að leika jólalög og sálma. Börnin mynduðu hring um jóla- tréð ásamt nokkrum fullorðn- um og dönsuðu í kring um tréð. Einn fullorðinn var innst í hr- ingnum, Sigurður Björnsson frá Kvískerjum, og passaði upp á jólatréð. Þegar við vorum bú- in að dansa kring um tréð í nokkurn tíma heyrðist hark og hróp og hurðaskellir, og svo birt- ist jólasveinn með poka á baki. Hann skellti sér í hringdansinn og bað einhvern fullorðinn að passa fyrir sig pokann sinn á meðan. Ég varð alveg uppnum- inn og smá smeikur að sjá jóla- svein þarna í fyrsta skipti. Eft- ir nokkur lög í viðbót stoppaði tónlistin og sveinki settist flötum beinum á mitt gólfið og kallaði til sín krakkana. Hann tíndi upp úr poka sínum kramarhús full af sælgæti og gaf börnunum á með- an hann sagði okkur rosalega ferðasögu yfir jökla og sanda, hann var víða búinn að koma við hjá börnum þetta kvöldið, allt frá Hornafirði og að Kirkjubæjar- klaustri. Kramarhúsunum þurft- um við að skila til hanns aftur, þá voru hlutirnir endur nýttir. Þegar hann var búinn að endurheimta kramarhúsin, tók hann pokann sinn og kvaddi börnin. Það var dansað í kring um jólatréð dá- góða stund í viðbót og að mig mynnir að farið hafi verið í alls- konar leiki. Seinna var kakó og kaffi með allskonar jólatertum og kökum. Ég held að kvenfé- lagið hafi séð um sölu á kaffinu. Eitthvað var víst liðið á kvöldið þegar ég sofnaði í fanginu á mömmu, enda orðinn út keyrð- ur. Mér var komið heim á bæ á Hofi og lagður í rúm og látinn sofa þar. Ég vaknaði einhver- tíma um nóttina og vildi fara til mömmu minnar, en það tókst að sansa mig til og sofnaði ég aftur. Eftir barnaballið var nefni- lega haldið ball fyrir fullorðna, það hefur sennilega staðið til kl 3 eða 4 um nóttina. Þá var bara ein harmonikka sem hélt uppi fjörinu, harmonikkuleikar- inn hét Sigurgeir Jónsson og var frá Fagurhólsmýri, ég á honum að þakka minn harmonikkuá- huga seinna á æfinni. Heimferðin Ég man ekkert eftir því þegar lagt var af stað heimleiðis, en við fengum að gista í Svínafelli þar til birti af degi. Það var ekkert vit að vaða Svínafellsá í myrkri og það með börn að auki. Í Svínafelli gistum við í gömlum bæ, eina upphitunin var kolavél í eldhúsinu. Við vorum látin sofa í gestastofu og sagði mamma mér að það hafi verið mjög kalt að koma þar inn, enda ekki til ofnar þá eins og til eru í dag. En bless- að fólkið á bænum var búið að setja heitt vatn á flöskur sem þau settu undir sængurnar hjá okkur og munaði það öllu. Það var liðið fast að hádegi daginn eftir þegar við kom- um heim aftur eftir þessa jóla- skemmtun. Það fór sem sagt einn sólarhringur í þessa ferð, á eina jólaskemmtun, í dag er maður um það bil tíu mínundur að fara þessa sömu leið á lögleg- um hraða. Væri maður tilbúinn til að fórna einum sólarhring fyr- ir eina kvöldskemmtun í dag við þessar aðstæður? Takk fyrir kæru lesendur og gleðileg jól. Þorsteinn Jakobsson frá Skaftafelli í Öræfum. Bærinn Bölti í Skaftafelli. Útihús í Bölta í Skaftafelli.

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.