Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Qupperneq 12
Kalt vetrar loftið í Ólafsvík
bítur mig í nefbroddinn þegar ég
opna dyrnar að húsinu okkar og
stíg út í ísilagt umhverfið. Himin-
inn er djúpblár og speglast í
ísnálunum á jörðinni. Niðurinn
frá sjónum í bakgrunni eins og
ljúf laglína. Kaldur andardráttur-
inn gefur til kynna að veturinn
sé kominn með öllu sínu veldi. Í
fögru umhverfi snæviþakins bæj-
arins finn ég fyrir hátíðlegu and-
rúmslofti jólanna. Ferskt loftið
fyllir lungun og í huganum anda
ég að mér ilm af greninálum og
viðarreyk, líkt og náttúran sjálf
fagni töfrum jólanna. Veturinn
í Snæfellsbæ býr yfir sínum eig-
in töfrum þar sem hann vekur
upp minningar af snjóþungum
dögum í Sviss. Þegar desember
gengur í garð skreyta fjölskyldur
gluggana með glitrandi ljósum,
heimagerðum skreytingum og
líflegum jólamyndum. Á hverju
kvöldi kemur nýr aðventu-
gluggi í ljós, fjölskyldur heim-
sækja heimili glugganna, dást að
þeim og gæða sér á svolitlu góð-
gæti. Þessi daglega athöfn helst
í hendur við ilminn af smjöri,
sykri og sítrónum sem fyllir eld-
húsið af tilhlökkun fyrir hátíð-
inni. Innan um skálar af degi og
ilmandi hráefni hóf amma mín
að undirbúa sín frægu „Bretzeli”.
Þessar örþunnu, stökku vöffl-
ur hafa gengið á milli kynslóða
lengi. Leyndarmálið er ekki
einungis að finna í uppskrift-
inni heldur líka í ástríðunni sem
býr í þeim sem hnoðar deig-
ið. Gamalt vöfflujárnið hitnaði
á meðan amma bjó til deigið.
Hljóðið þegar deigið fer á heitt
járnið eins og tónlist, ýtti undir
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
óskar íbúum á Snæfellsnesi
gleðilegra jóla
og farældar á komandi ári.
Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins
en árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg.
Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis.
The Red Cross Helpline 1717 is a dedicated phone and chat for those who need someone
to talk to in condentiality.
No matter is too big or small for the helpline. Annually we receive about 15.000 contacts
that are as diverse as they are many. Our volunteers are professionally trained,
well-experienced and from all walks of life.
Żaden problem nie jest zbyt duży, lub zbyt mały dla Telefonu Zaufania 1717 i czatu
internetowego Czerwonego Krzyża a co roku odbieramy około 15 tysięcy spraw, tak
różnych jak jest ich wiele. Wyszkoleni i doświadczeni wolontariusze w każdym wieku
odpowiadają na telefony 1717.
Rauðakrossdeild Snæfellsbæjar óskar
íbúum Snæfellsbæjar og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Um leið viljum við vekja athygli á 1717 - hjálparsíma og netspjall Rauða
krossins, þar er hægt að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á
hjarta og fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau
úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.
Alexander og bróðir hans fyrir framan jólatré á æskuheimilinu.
Amma að útbúa sín frægu bretzeli
Alexander Stutz
Jól tveggja landa