Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Page 33
að á heimilinu og hjá okkur
fjölskyldunni. Við systkinin vor-
um dugleg að spila og man ég
að Ási og Tryggvi fengu yfirleitt
ekki frið þegar þeir komu heim
í hádegismat úr vinnu, alltaf
náði ég að plata annan þeirra
til þess að taka nokkra Rússa
við mig. Ég hafði mikið keppn-
isskap og vildi auðvitað alltaf
vinna, stundum var ég búin að
gera allt klárt fyrir spilamennsk-
una og var búin að gefa, 9 spil
voru komin á hvolf á gólfið og
9 spil snéru upp, þetta passaði
voða vel fyrir 4 ása og 4 kónga
sem snéru niður (mín megin
að sjálfsögðu) eftirleikurinn var
auðveldur og ég vann auðvit-
að spilið! Aldrei man ég eftir að
þeir hafi sakað mig um svindl....
kannski föttuðu þeir ekki trikk-
ið og uppljóstrast þá hér mitt
mesta svindl um ævina!
Ég beið líka alltaf með mik-
illi tilhlökkun eftir að Tryggvi
Leifur kæmi heim í jólafrí úr
Menntaskólanum á Ísafirði. Við
gátum setið langt fram á næt-
ur að spila spurningaspilið Tri-
vial Pursuit og gætt okkur á
smákökunum hennar mömmu
svo ég tali nú ekki um heima-
lagaða ísinn, oftar en ekki
(alltaf ) þurfti mamma að gera
fleiri porsjónir en til stóð þar
sem ísinn rann ljúft niður við
spilamennskuna.
Áherslur tengdar jólunum
hafa breyst eftir því sem mað-
ur eldist og þroskast. Mesta
tilhlökkunin sem barn var að
fá marga pakka en nú finnst
mér mikilvægast að hafa börnin
hjá okkur og barnabarn, fylgjast
með þeim og finna hvað sam-
vera fjölskyldunnar er okkur
öllum dýrmæt, sjá brosin og til-
hlökkunina.
Jólahátíðin kallar fram það
góða í fólki. Við viljum að öll-
um líði vel og umhyggja í
garð náungans nær hámarki.
Barnæsku mína var ávallt sú
hefð á Blómsturvöllum á að-
fangadag að færa vinum og
þeim sem minna máttu sín fal-
legt jólaskraut eða annað lítil-
ræði í tilefni jólanna, þetta kall-
aði fram hlýju í hjartanu og
hinn sanna jólaanda.
Alltaf var farið til kirkju á að-
fangadag og það gerum við
fjölskyldan enn í dag, ekkert
finnst mér jólalegra en þegar
kirkjukórinn á Ingjaldshóli
syngur Heims um ból í lok mes-
sunnar með með ljósin slökkt
og kerti í hönd, þá eru jólin
komin hjá mér.
Pabbi tók upp á því fyrir
mörgum árum að færa heimilis-
fólkinu á Jaðri jólagjöf frá okkur
á Blómsturvöllum og fór hann í
heimsókn á Jaðar á aðventunni,
hélt smá tölu og drakk svo kaffi
með íbúum. Börnin mín voru
ávallt með í för, eitt tók við af
öðru eftir því sem þau eltust og
eru heimsóknirnar á Jaðar dýr-
mæt minning hjá þeim, að hafa
átt þessa stund með afa Óttari
í góðra vina hópi. Þessar heim-
sóknir færðu þeim öllum gleði
og hlýju i hjartað og eins og
Brynjar Óttar komst svo vel að
orði eftir síðustu heimsóknina,
„mamma, nú geta jólin komið
hjá okkur“
Pabbi lést á Jaðri umvafinn
fjölskyldunni, um jólahátíðina
fyrir 2 árum og veit ég að hon-
um leið vel að vera kominn
heim og geta kvatt þar sem
hann hafði átt svo margar góð-
ar stundir.
Þegar kemur að áramótum
gleðst maður mest yfir því að
nýtt ár bíði manns og mað-
ur fái enn að vera þátttakandi
í þeirri hringferð sem lífið er.
Ljósið sigrar myrkrið og mað-
ur fær dýrmætt tækifæri til þess
að gera enn betur, læra af veg-
ferðinni, bæði því sem vel var
gert en ekki síður af því sem
miður fór og verða betri mann-
eskja.
Fögnum því að fá ný tæki-
færi, umvefjum fjölskyldu, vini
og samferðamenn hlýju og um-
hyggju og njótum jóla og ára-
móta.
Jólakveðja
Júníana Björg Óttarsdóttir
Hlökkum til að
taka á móti ykkur í
náms- og starfsráðgjöf,
raunfærnimat og fræðslu
á nýju ári
www.simenntun.is
gleðilegra jóla
árs og friðar
M E Ð Þ Ö K K F Y R I R
S A M S T A R F I Ð Á Á R I N U
S E M E R A Ð L Í Ð A
Ó S K A R Ö L L U M
Símenntun á
Vesturlandi
S I M E N N T U N @ S I M E N N T U N . I S - 4 3 7 2 3 9 0
Fjórir ættliðir, Júníana Björg, Guðlaug Íris, Gunnleif og Guðlaug.
Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Þökkum viðskiptin á árinu.