Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Síða 39
Desember hefur verið mjög
ánægjulegur og viðburðaríkur
á Jaðri. Í ár byrjuðu jólin á Jaðri
í lok nóvember þegar hið árlega
jólaglögg fór fram. Þorsteinn
Jakobsson spilaði á harmonikku
og starfsmennirnir buðu upp á
glögg, osta og kökur. Soropt-
imistar heimsóttu svo heimil-
ið í byrjun desember og héldu
jólabingó. Þær hafa einnig kom-
ið á Jaðar vikulega í vetur með
lestur fyrir íbúa. Fjöldi vinn-
inga voru í boði í bingóinu
og fengu flestir vinninga. Að
bingói loknu buðu soroptim-
ista konur upp á heimabakað-
ar lagtertur og allskonar góð-
gæti. Að sjálfsögðu buðu þær
einnig upp á heitt súkkulaði.
Það er alltaf mikið stuð á Jaðri
þegar það er bingó og var þetta
skiptið engin undantekning.
Einn góðan veðurdag í desem-
ber fóru íbúar Jaðars í rútu-
ferð um Snæfellsbæ til þess að
skoða jólaljósin. Stoppað var í
þjóðgarðsmiðstöðinni á Hell-
issandi en þar var boðið upp á
heitt súkkulaði og köku. Að því
loknu rúntaði rútan um götur
bæjarins til þess að skoða ljósa-
dýrðina.
12. desember voru litlu jólin
haldin hátíðleg á Jaðri fyrir íbúa
og starfsmenn. Veitingastaður-
inn Sker sá um matinn og Jenni
og Valentína fluttu nokkur lög.
Gerður las jólasögur og er það
alltaf jafn hátíðlegt. Áður en
eftirrétturinn var borinn fram
kom jólasveinn og gaf íbúum
pakka. Jólasveinninn þekkir vel
til íbúanna, þau voru búin að
vera góð í ár og fengu því all-
ir konfekt að gjöf. Til viðbót-
ar við þessa viðburði hafa ýms-
ir hópar lagt leið sína á Jaðar
til þess að gleðjast með íbúum
og starfsmönnum. Kirkjukór-
inn kom til að mynda einn
fimmtudag í desember og hélt
æfingu sína í matsalnum, skóla-
skór Snæfellsbæjar hélt tón-
leika, Steini og Valentína spil-
uðu og sungu, börn af leikskól-
um Snæfellsbæjar sungu lög og
ótal fleiri heimsóknir sem íbú-
ar eru mjög svo þakklátir fyrir.
Myndir af jólaundirbúningnum
á Jaðri og fleira má finna á Face-
book síðu heimilisins. Íbúar og
starfsmenn Jaðars þakka fyr-
ir væntumþykju og vinarhug á
aðventunni frá íbúum Snæfells-
bæjar og fleiri gestum og óska
öllum gleðilegra jóla.
JJ
Viðburðarík aðventa á Jaðri
Happdrættismiðar í leikfangahappdrætti Lionsklúbbs
Ólafsvíkur eru komnir í sölu, sölustaðir eru:
Verslunin Kassinn, Verslunin Hrund og Voot.
Úrdráttur í leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur
fer fram í félagsheimilinu Kli á aðfangadag kl. 11.
Útgefnir miðar 2.500,
aðeins dregið úr seldum miðum.
Lionsklúbbur Ólafsvíkur
Leikfangahappdrætti
Lionsklúbbs Ólafsvíkur
Leikfangahappdrætti
Lionsklúbbs Nesþinga.
Árlegt jólahappadrætti Lkl. Nesþinga
verður haldið 23. desember kl. 17:00
og hvetjum við alla til að mæta.
Miðar verða til sölu í Hraðbúð Hellissands og Fönix
og á Þorláksmessu í félagsh. Röst á milli kl. 16-17.
ATH engin posi á staðnum.
Fjöldi veglegra vinninga
Aðeins dregið
úr seldum miðum.
Miðaverð 300kr.