Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Qupperneq 43

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Qupperneq 43
Síðustu vikur eru búnar að vera mjög viðburðaríkar í skóla- starfi Grunnskóla Snæfellsbæjar, má þar nefna tónleika hjá Skóla- kórnum, Bókaveisluna, Pipar- kökudagana, sýningu í Þjóð- garðsmiðstöðinni og jólaútvarp GSnb eins og fjallað hefur verið um í síðustu tölublöðum Jökuls og þessu. Nemendur og starfs- fólk hafa fundið sér ýmislegt til dundurs meðan beðið er eftir jólunum og undirbúningur jóla og litlu jólanna sem haldin eru í skólanum er í fullum gangi. Á Hellissandi var haldin jólasmiðja í formi hringekju þar sem nem- endur föndruðu jólaskraut og annað jólalegt í smiðjuvinnu. Í Ólafsvík var jólasmiðja þar sem nemendur fóru í stöðvavinnu og föndruðu jólaskraut úr perlum, bókum og pappír, bökuðu laufa- brauð og skemmtu sér í snjón- um úti svo eitthvað sé nefnt. SJ Jólaþema í Grunnskóla Snæfellsbæjar

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.