Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Síða 46

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Síða 46
Desember hefur verið við- burðarríkur á leikskólum Snæ- fellsbæjar. Leikskólinn hefur ver- ið skreyttir hátt og lágt og á hverjum föstudegi klæða börn og starfsfólk á Krílakoti og Kríu- bóli sig upp eftir ákveðnu þema, í jólasokkum, rauðum fötum eða með jólasveinahúfu. Í upp- hafi mánaðar fóru allar deildir í jólaljósagöngu með LED kert- um og vasaljósum, á göngu sinni um Ólafsvík litu börnin á Kríla- koti inn á dvalarheimilinu Jaðri og sungu jólalög fyrir heimil- isfólkið og börnin á Kríubóli gladdi starfsfólk ráðhússins á Hellissandi með jólasöng. Þá var bakað og skreytt piparkökur á leikskólunum, kíkt í heimsókn í Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshóls- kirkju þar sem Séra Ægir Örn tók á móti þeim, jólakósý með jóla- kökum og heitu súkkulaði við kertaljós sló í gegn hjá börnun- um og mikil spenna ríkti á leik- skólanum þegar Möndlumeist- ari hverrar deildar var krýndur í hádegismatnum. Árlega jólaball- ið var svo haldið þar sem börn og starfsfólk mætti í sínu fínasta pússi, gengu í kringum jólatréð og sungu jólalög. Jólasveinarnir létu sjá sig með pakka og góð- gæti fyrir börnin og vakti það mikla lukku hjá flestum. SJ Aðventan á leikskólum Snæfellsbæjar

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.