Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Side 50

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Side 50
Gleðilega hátíð & takk fyrir árið. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári. Starfsfólk Lýsulauga Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði hefur haldið úti virkilega fjölbreyttu og skemmti- legu starfi í desember. Nem- endur hafa föndrað jólaskraut sem búið er að skreyta leik- skólann með og Drekadeildin bakaði kókoskúlur og skreyttu piparkökur sem nemendur leik- skólans borðuðu svo saman. Á hverjum degi fram að jólafríi er skoðað jóladagatal þar sem kemur fram fallegur boðskap- ur og einhverskonar samvera sem deildirnar njóta saman. Þá komu nemendur Tónlistarskóla Grundarfjarðar í heimsókn og fluttu falleg jólalög auk þess sem nemendur leikskólans fengu að taka undir með nokkrum lögum við mikla kátínu. Kaffi 59 bauð nemendum Sólvalla í heimsókn þar sem þau fengu að gæða sér á kakói og smákökum. Jólaball- ið á Sólvöllum var svo virkilega skemmtilegt þar sem nemendur og starfsfólk sungu saman jóla- lög og dönsuðu í kringum jóla- tréð. Jólasveinninn lét auðvit- að sjá sig og gaf börnunum gjaf- ir. Margrét Sif Sævarsdóttir, leik- skólastjóri Sólvalla, segir mikla ánægju vera með skólaárið sem er að líða og tilhlökkun til næsta árs. Starfsfólk og nemendur Sól- valla óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SJ Jólakveðja frá Sólvöllum

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.