Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 52
Þegar ég er að setja þessi orð
niður á blað er margt fólk skelf-
ingu lostið vegan óteljandi vanda-
mála sem hrjá heiminn. Engum
dylst að vandamálin eru alvar-
leg. Samt víkja þau fyrir brosi og
gáska.
Við eldriborgarar úr Snæfellsbæ
fórum til Tenerife 7. nóvember sl.,
höfðum við flest okkar áhyggjur
hvort það færi að gjósa áður en
við kæmumst út fyrir landstein-
ana en sem betur fer gekk það
slysalaust, við vorum ansi mörg
sem gistum á hóteli í Keflavík og
Ásbrú. Við vorum búin að tékka
okkur inn en ýmislegt gleymd-
ist heima svo sem augndropar
sem varð að skutlast með í dauð-
ans kasti frá Reykjavík áður en
lagt var í ferðina, önnur gleymdi
visa kortinu í úlpu í þvottahús-
inu heima og húsið harðlæst og
engin komst inn, sá sem var með
lykilinn var í flugi sem kom frá
Englandi. En sem betur fer voru
tvær konur ekki farnar af stað suð-
ur og tóku kortið með sér, úff sem
betur fer. Svo voru indælis hjón
sem voru búin að fá sér gjald-
eyri fyrir ferðina og ganga frá öllu
en gjaldeyririnn gleymdist undir
kodda heima, sem betur fer gátu
þau reddað sér með því að fara í
hraðbanka í Leifstöð. Vorum við
mætt 5:30 allir hressir og kátir.
Gunnar Svanlaugs var með okk-
ur í fluginu, hann var sá sem hélt
utan um okkur alla ferðina, hann
sá um að við yrðum ekki styrðbus-
ar í þessari ferð. Við forum í leik-
fimi á hverjum morgni klukkan
9:30 og það voru allir sem mættu
með bros á vör, svo var farið í
göngu með honum og stoppað
niðri á strönd. Þar lét hann okkur
sveifla höndunum upp og niður,
fólk sem var á göngu tók mynd-
ir af okkur og brosti út í annað
munnvikið, héldu örugglega að
við værum í einhverjum trúarhóp.
Á kvöldin fórum við á ball niður
við strönd, þar var dansað af hjart-
ans list. Alltaf var nóg að gerast
hjá okkur. Kynntumst fullt af góðu
fólki. Þessi ferð lukkaðist vel í alla
staði og við erum svo sannarlega
ekki hætt að ferðast. Næsta ferð
er til Færeyja 3. júní 2024 og það
er orðin mikill spenningur fyrir
þeirri ferð!.
Að lokum vil ég segja að það er
ekkert mál að eldast.
Myndirnar tók Pétur Steinar.
Svanhildur Sanný Páls.
Eldri borgarar úr Snæfellsbæ til Tenerife
Séð yfir salinn á á Nostalgíubar á lokakvöldinu.
Gönguferðirnar undir stjórn Gunnars voru ómissandi.
Það var mikið líf og fjör á ballinu á strandbarnun Vila Flor á kvöldin.
Hluti hópsins fyrir framan La Siesta á leið í lokapartíið.