Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 54
Að beiðni öldungaráðs Snæ-
fellsbæjar var lögð fyrir könnun
meðal íbúa Snæfellsbæjar 60
ára og eldri varðandi húsnæðis-
mál. Tilgangurinn var að kanna
þörfina og áhugann fyrir hús-
næðisúrræðum fyrir eldri borg-
ara, áhuga þess hóps á staðsetn-
ingu og gerð þess húsnæðis,
könnunin var rafræn og stóð frá
13. - 27. september 2023.
72 einstaklingar tóku þátt í
skoðanakönnuninni, sem er 20%
af skráðum íbúum í Snæfellsbæ
á aldrinum 60-99 ára, af þeim
sem tóku þátt í könnuninni voru
70% á aldrinum 60-70 ára, 24% á
aldrinum 71-80 ára og 6% eldri
en 81 árs.
Um 90% af þeim sem tóku
þátt höfðu áhuga á að fara í
minna húsnæði (svöruðu já 65%
og kannski 25%) og stærstur
hluti þátttakenda hafði áhuga á
búsetuúrræði (kaupleigu), eða
61%. Næst þar á eftir var áhugi
á að kaupa húsnæði, en það vildi
39% þátttakenda.
Það var líka langstærsti hluti
hópsins sem hafði áhuga á rað-
eða parhúsi, eða 83% á meðan
17% hafði áhuga á annars konar
fjölbýli. Það var líka langstærstur
hluti hópsins, eða 92% sem
myndi vilja hafa bílskúr.
Varðandi staðsetningu hugs-
anlegra íbúða, eða hvar fólk vill
búa, þá skiptist það hlutfalls-
lega milli byggðakjarna nokkurn
vegin í samræmi við íbúafjölda
þess kjarna. 70% vill búa í Ólafs-
vík, 30% á Hellissandi, 8% í Rifi
og 4% annars staðar í sveitarfé-
laginu, eða sunnan heiðar.
Gefinn var kostur á að koma
athugasemdum á framfæri og
kom þar m.a. fram að fólk þyrfti
að hafa val hvort það vildi kaupa
eða leigja húsnæði, að það þyrfti
að byggja fleiri hús eins og eru
fyrir eldri borgara í Engihlíð-
inni, það þyrfti að huga að hús-
næði í öllum byggðakjörnum þar
sem fólk vildi halda sig við þann
byggðakjarna sem það byggi í
nú þegar, og svo kom tillaga
um að byggja fjölbýlishús við
Kirkjutúnið í Ólafsvík, þar sem
Átthagastofan er nú til húsa.
Þar væri hægt að hafa bílskýli í
kjallara og samkomusal á efstu
hæðinni. Jafnframt væri þar
komin tenging við Jaðar.
Skoðanakönnun um húsnæðismál 60 ára og eldri