Varðberg - 08.01.1944, Page 1

Varðberg - 08.01.1944, Page 1
V VABBBEBB Wkincsprent h.f. * 1 RITNEFND: Jóhann Sœmundsson, Lúðvíg Guðmundsson, Magnús Jochumsson, Pálmi Hannesson, Þorvaldur Þórarinsson. _ 1. árgangur. Reykjavík, 8. janúar 1944. v- - ■ ■ /.—4■ tölubl Ávarpsorð Blað þetta, sem hér hefur göngu sína, er fram komið af nauðsyn þess fyrir þjóð vora, að tekin verði upp einörð vörn og barótta gegn hættum, sem henni eru búnar af vaxandi ofstopaöflum, sem kæfa vilja frjálsa hugsun og hindra rök- ræður og gagnrýni í málefnum, sem alþjóð varða. í lýðveldis- og sambandsmál- inu hafa slík öfl eigi skirrzt við að siinga undir stól og leyna þjóðina veigamildum gögnum, er miklu mundu ráða um afstöðu hennar við afgreiðslu þess, ef kunn yrði. En um lausn þessa máls er þó kraíizt einingar alþjóðar, án þess og áður en henni hafi verið veitt- ur þess nokkur kostur að kynna sér og rökræða málavöxtu. Með þessu er vegið að helgasta rétti íslenzku þjóðarinnar, virðingu hennar misboðið og aríborinni '■ réttarvitund hennar misþyrmt freklega. I sjálfstæðismálinu varðar mestu, að þjóðin fjalli um það með opin augu og vitandi vits. Fái hún aðstöðu til þess. er tryggt, að hún leysir það á þann veg, að hún hlýtur af því farsæld og virðingu sjálfrar sín, en traust annarra þjóða. Þeir, sem standa að þessu blaði, telja það vera skyldu sína að vera á varðbergi og gæta rétt- ar og sóma þjóðarinnar, og munu þeir leitast við að vara hana við og verja gegn hætium, sem að henni steðja, hvort sem ógnir þær stafa að innan eða utan frá. Bréf til stjórnarskrárnefndar Vér undirritaðir snúum oss til háttvirtrar stjórnarskrárnefndar i þvi skyni ac> henda á leið til lausnar sambandsmálsins, sem öll þjóðin ætti að geta sameinast um, — óruggrar lausnar, þar sem hvorki sé gengið á gerða samninga né notuð neyð sambandsþjóðar vorrar, en stefnt með festu að fullu sjálfstæði Islands. Þótt vér förum ekki með neitt formlegt umboð, er oss fullknnnugt, að vér bemm fram skoðanir fjölda kjósenda, sem hugsað hafa þetta mál rækilega og alvarlegS. Afstóðu þessara manna má lýsa svo i sem stytztu máli, að þeir eru samþykkir ráðstöfunum Alþingis frá io. afríl 1940 og síðari lið þings- ályktunar um sjálfstæðismátið og þingsályktun um stjórnskipulag Is- lands, báðum frá iy. mai 1941, enda hefur engum mótmælum verið hreyft gegn þeim ályktunum. Þeir vilja: 1. að Island verði lýðveldi, 2. að stofnun lýðveldisins verði hagað svo, að í engu sé vikið frá gerðum samningum né drengilegri málsmeðferð, y. að ekkert spor verði stigið í áttina til fyrri skipunar frá þeirri, sem verið hefir siðan Danmörk var hernumin, 4. að öll þjóðin, verði einhuga um að fylgja stofnun lýðveldis til úr- slita, með hverjum þeim ráðstöfunum, sem yrðu nauðsynlegar, ef Danir skyldu bregðast á annan hátt en vænzt er við formleg- um sambandsslitum. Vér teljum að v'isu eftir sem áður æskilegast, að samningur sam- bandslaganna verði ekki felldur úr gildi, fyrr en að afstöðnum viðræðum við Dani. En því atriði viljum vér ekki halda til streitu, ef samkomulag gæti náðst, af þvi að með tilvísun í ályktanir Alþingis frá -1^28 og lyyj, sem ætla má, að sýni þjóðarviljann fyrir styrjöldina, má ganga að þyt visu, að umræður hefðu ekki leitt til framlengingar neins hluta samningsins, þótt fram hefðu farið, og i ályktunum Alþingis frá iy. maí 1 g)4i má telja fólgna kröfu um endurskoðun, en sá skilningur hef- ir verið viðurkenndur af þáverandi forsætisráðherra Dana og honum ekki mótmælt af þáverandi rikisstjórn íslendinga. Um leið og vér teljum sjálfsagt að nota tímann til þess að undirbúa stofnun lýðveldisins sem vandlegast, viljum vér láta hana fara fram með þeim hætti, sem örugg- astur og sæmilegastur er fyrir þjóðina, svo að hvorki sé hætta á áminn- ingum annarra rikja nú né eftirköstum síðar vegna meðferðar málsins. Samkvæmt framangreindu leggjum vér fram eftirfarandi tillögur: ZJ

x

Varðberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.