Varðberg - 08.01.1944, Page 8

Varðberg - 08.01.1944, Page 8
s VAItÐBERG mála-ráðherra um „hneykslið í útvarp- inu“ forystugrein stjórnmálaritstjór- ans, þar sem Alþingi er kallað „sam- koman í Alþingishúsinu“, sagt, að þjóðinni blöskri „að líta slíka hryggð- armynd misbeitingar löggjafarvalds- ins og fávitaskapar“ o. s. frv. Og með- an eg er að skrifa þetta, er mér borið annað blað Sjálfstæðisflokksins, Vísir 14. des., þar sem Alþýðuflokksmaður skrifar grein: „Hvers vegna er Al- þingi óstarfhæft“? og tekur upp (og tekur undir) spurningu eins leiðtoga Sósíalista: „Erum við á vitlausraspít- ala“? — Slík er eining allrar þjóðar- innar um að treysta réttlæti og for- sjá Alþingis og hlíta vilja þess. Og sundurþykkjan á Alþingi er ekki aðeins um völd, hagsmuni, úrræði. Hún snertir viðkvæmustu mál sið- ferðis, drengskapar og sóma. Tvennir leiðtogar tveggja stærstu stjórnmála- flokkanna heyja langar og harðvít- ugar deilur um það, hvort önnur tvenningin sé eiðrofar eða hin tvenn- ingin lygarar og mannorðsþjófar. Mér vitanlega hefur engin fyrirspurn enn verið borin fram til stjórnarinnar, hvort ekki væri unnt með rannsókn að skera úr þessu má’li, svo að það haldi ekki áfram að eitra Ioftið í þingsölunum og brjóta niður hvern snefil af virðingu Alþingis meðal þjóð- arinnar (svo að ekki sé talað um, að þessi deila fer frarri „undir smásjá tveggja stórvelda“), Með slíku er ekki aðeins saurgað það þing, sem nú situr, „samkoman í Alþingishúsinu“, heldur teflt í voða hugsjón Alþingis, framtíð stofnunar- innar og tilverurétti. Hví þegið þér svo, þrungin goð? Hví eruð þér svo viðkvæm fyrir á- mæli fáeinna valdalausra manna, svq sljó fyrir svívirðingum annarra, innri veikleika og vansæmd? Er það af því, að vér 14-menningarnir erum svo sak- lausir í stjórnmálum, orð vor líkleg til þess að vera tekin trúanlegri þess vegna? En séu meiðyrði um Alþingi í bréf- inu sæla og of fyrirhafnarsamt þyki að hegna 14 mönnum (og mundi Gestapo ekki vaxa slíkt í augum), skal þess getið, að þau standa í þeim kafla, sem var stílaðui' af undirrituð- um, þótt samþykktur væri af hinum. Mér væri ljúft að taka einn út refs- ingu réttvísinnar fyrir hann, hvoi't sem væri undir salakynnum Hæsta- ' '.-=f < íslendinga skip LÚÐVÍG GUÐMUNDSSON: Alþingi - stjórnlaust I. í forystugrein Mbl., „Á vegamút- um", j). 17. J). m. segir m. a.: „Þingið er jorystulaust. Það er likast stjórnlausu skipi á rúmsjó, sem rehur jyrir straumi og vindi“. Þessi dómur um Alþingi íslendinga er birtur í Mbl. að morgni J)ess dags, er þinglausnir fóru fram. Nú er vitað, að síðustu stundir þingsins gerðist þar ekkert, er breytt gæti til hins betra dómi samtímans eða sögunnar, um nýliðið þin'g. Verður því að líta svo á, að í þessum ummælum ritstjórnar- innar felist lokadómur blaðsins um síðasta þing og hæfni þess til leiðsögu og úrræða í malefnum þjóðarinnar. Þessa skoðun staðfestir Mbl. tveimur dögum síðar, því að í Reykjavíkur- bréfi blaðsins J). 19. ]). m. er fyrri dóm- ur þess endurtekinn með þessum orð- um: „Aðaleinkenni þingsins hafa í haust og vetur verið þessi: Þar er stjórnlaust, enginn, sem ber ábyrgð- ina, enginn, sem stjórnar skútunni“. Þessa daga, sem síðan eru liðiiir, hef ég með stakri gaumgæfni, en án nokk- urs árangurs, leitað um dálka Mbl. að athugasemdum, cða andmælum frá miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, við fyrrgreindum dómum blaðsins. En miðstjórnin, sem þó veit, að blaðið al- mennt er talið vera túlkur hennar og málpípa, hefur ekki með einu orði reynt að draga úr, né hnekkja skoðun í'itstjórnarinnar. Verður því vart kom- izt hjá þeirri ályktun, að miðstjórnin, með þögn sinni gjaldi skoðun blaðsins jákvæði, og geri hana að dómi sínum og flokks síns, um Alþingi. En dómur- inn er, eins og áður segir, sá, að þingið sé „líkast stjórnlausu skipi á rúmsjó, sem rekur fyrir straumi og vindi“. II. Mbl. líkir Alþingi þjóðarinnai' við réttar á Skólavörðustíg 9 eða í sveita- sælunni á Litla-Hrauni, — ef nokk- urt í'úm er í þeim gestaherbergjum. skip. Þjóðin öll, með stéttum sínum og stærri og minni félagsheildum, er floti skipa, stórra og smárra, en for- ystuskipið, eða „flaggskipið“, eins og herveldin nefna J)að, — J)að er Alþingi. í hverjum flota er flaggskipinu falin forystan. Þar er jafnan valinn maður í hverju rúmi, og ekkert til þess spar- að, að öryggi skipsins sé sem rnest. Þar er vel til alls vandað, áhafnar og útbúnaðar, ytra sem innra, ofan og neðan þilja. Hvort sem er í sókn eða vörn, velt- ur gengi flotans jafnan mest á flagg- skipinu og stjórn þess. Hjá }>ví á for- ystan að vera, og á því hvílir þyngst ábyrgðin. Það á að marka stefiiuna, sem flotinn heldur. Frá því eiga hin minni skip og fleytur flotans að fá „kúrsinn“, sem halda ber. Öruggur á allur flotinn að geta treyst leiðsögu þess og forsjá. -----En laskist miðunartæki flagg- skipsins, bili áttaviti þess, brotni stýr- ið, eða taki skipstjórnarmenn fyrir borð, svo að skipið missi stefnu og stjórn, er því, og öllum flotanum, sem á eftir fylgir, búin bráð hætta og tor- tíming. Ef svona fer, er um annað af tvennu að ræða: 1. að blindur léiði blindan, þ. e. að flotinn í blindni hlíti áfram forsjá og leiðsögu hins stjórnlausa flagg- skips, sem „rekur fyr.ir straumi og vindi“, fylgi J)ví eftir á stefnulausu reiki þess um höfin, eða berist með því beint í voðann, í hendur óvin- anna, eða á boða og sker, og brotni í spón í brimróti klettanna. 2. að hið stjórnlausa flaggskip verði „tekið til skoðunar“, „klassað upp“, ef þörf krefur, og því fengin ný, örugg stjórn og skipshöfn þess endur- nýjuð, að nokkru eða öllu leyti, eftir atvikum. Þriðji möguleikinn er hugsanlegur, þótt ekki verði til hans gripið, nema brýn nauðsyn krefji, en hann er sá, að hið gamla flaggskip verði með öllu „tekið úr umferð“ og selt til niður- /

x

Varðberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.